Föstudagur, 6. janúar 2012
Grunaðir menn og þjófnaður sem viðskipti
Útrásin og hrunið eru mannanna verk, ekki náttúruhamfarir. Nokkrir tugir ungra manna settu þjóðarbúið á hausinn í félagi við nokkur hundruð meðhlaupara úr röðum stjórnmálamanna, embættismanna, lögfræðinga, endurskoðenda og fjölmiðlamanna.
Á útrásartímum voru glæpir framdir og þeir eru til rannsóknar hjá sérstöku saksóknara. Þorvaldur Lúðvík Sigrjónsson er grunaður er um refsiverða háttsemi vegna starfa hjá Kaupþingi og Sögu fjárfestingarbanka.
Stjórn Avinnuþróunarfélags Eyjafjarðar réð Þorvald Lúðvík í starf framkvæmdastjóra með þeim rökum að hann hafi ,,aðstoðað sérstakan saksóknara í rannsóknum embættisins á málefnum Glitnis og Kaupþings." Sjónarmiðið ber keim af útrásarhugsuninni um að þjófnaður væri aðeins viðskipti.
Glæpaiðja útrásarmanna varð jafn víðfeðm og raun ber vitni vegna þess að opinberir aðilar sáu í gegnum fingur sér og ýmist með virkum hætti eða óvirkum létu óhæfuna viðgangast. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar tileinkar sér siðleysi útrásarinnar með því að segja grunaðan mann ,,aðstoða sérstakan saksóknara" og nota það sem rök til að ráða viðkomandi í opinbert trúnaðarstarf.
Gagnrýnir ráðningu Þorvalds Lúðvíks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.