Miðvikudagur, 4. janúar 2012
Flótti frá kjósendum og eigin flokksmönnum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þorir ekki að leggja verk ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda. Til að fela veika stöðu ríkisstjórnarinnar á alþingi er farið í alskyns æfingar með ráðherrastóla og viðræður við flokkslausa þingmenn um stuðning.
Nýtt er að Jóhann leggi ekki lengur í að hitta flokksmenn sína til að ræða umboð forystunnar og stefnu ríkisstjórnarinnar.
Lýðræðislegt umboð Jóhönnu Sigurðardóttur til að fara með opinbert vald verður æ takmarkaðra. Stefnulaus valdahyggja stjórnarflokkanna verður æ augljósari.
Kraumar undir niðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo skondið þegar stjórnmálamenn ná saman og kjósendur missa niður um sig brækurnar.
https://secure.aclu.org/site/SPageServer?s_subsrc=120103_NDAA_mar&pagename=120103_NDAAGOLAsk
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 08:39
það er mál til komið að leysa upp þetta leihús fáránleikans !.....það eru ótalmargir möguleikar aðrir .....ef menn væru ekki staurblindir á nyjar leiðir og áherslur ...en einblindu ekki alltaf ofani gömlu flokks pólitisku spól förin !!
rh (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.