Mánudagur, 2. janúar 2012
Söguleg pólitísk tímamót í vændum
Ólafur Ragnar Grímsson er með það í hendi sér að stofna stjórnmálahreyfingu sem gæti orðið ráðandi afl. Ólafur Ragnar býr að yfirvegun og kunnáttu í stjórnmálum og býður upp á pólitíska framtíðarsýn sem hann kynnti í áramótaávarpi sínu.
Ráðdeild í efnahagsmálum, hóflegt ríkisvald og alþjóðasamvinna undir merkjum fullveldis eru hornsteinar sem hægt er að byggja á stjórnmálaflokk.
Með því að stórkanónur hægrimanna, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson, bjóða fyrrum formann Alþýðubandalagsins velkominn í hópinn erum við steinsnar frá sögulegum tímamótum í íslenskum stjórnmálum.
Björn: Það mun muna um forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var það ekki einmitt sá hinn sami Björn Bjarnason sem vildi láta ritskoða forsetann áður en hann skoppaði upp í einhverja einkaþotuna, á leið erlendis að halda fyrirlestra um fegurð íslensku útrásarinnar, eða væntanlega eldgos? Varla eru þeir Björn og félagar að bjóða Ólafi upp á þau lúsakjör að hann megi bara opna á sér munninn innan 200 mílnanna? Ekki víst að Ólafur myndi sætta sig við slíkt? Hann var amk ekki tilbúinn að rækja forsetaembættið upp á slík bíti?
Eitt má þó Ólafur eiga, hann hefur verið á móti ESB alveg fram á þennan dag, en hvernig vindarnir blása í framtíðinni er erfitt að segja til um, rétt eins og skoðanir forsetans. Það er ekki alveg á hann að treysta þegar kemur að slíku.
joi (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 22:13
Þykir þér pólitísk framtíðarsýn Ólafs Ragnars ekki svolítið Al Goreísk, Páll? Enga trú hef ég á því að hégómi hans sé á svo háu stigi, að hann telji sig geta reitt sig á stuðning hægrimanna hyggist hann feta á áttræðisaldri refilstigu stjórnmálanna. En maður veit jú aldrei. Gamlir menn gera stundum axarsköft.
Gústaf Níelsson, 2.1.2012 kl. 22:40
Sé ekki betur en að í smíðum sé flokkur ekta Íslendinga svona í anda Sannra Finna og Svíþjóðardemókratana.
Þeir verða ekki í vondurm félagsskap, Styrmi, Björn, Ragnar Arnalds, Hannes Hólmsteinn og Davíð með sjálfan Ólaf Ragnar sem leiðtog lífs síns.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 23:35
Eldri menn eru oftar en ekki vitrari en ungir menn. Og með þekkingu sem hinir hafa ekki. Getur gert hæfan mann eins og núverandi forseta enn hæfari. Fyrir ekki löngu var aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta á níræðisaldri og það gerði hann mér vitanlega ekki verri.
Elle_, 2.1.2012 kl. 23:38
Ronald Regan var yfir sjötugt er hann var kjörinn Forseti Bandaríkjanna. Hans er minnst sem eins merkasta Forseta landsins, sérlega fyrir að brjóta niður Sovétríkin, án stríðsátaka.
Björn Emilsson, 3.1.2012 kl. 01:32
Ekki gleyma Ragnari Arnalds. Dauð hóra er instant klassík.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.