Foringjapólitík

Stjórnarflokkarnir standa og falla með foringjum sínum. Þar sem Steingrímur J. stendur sterkt innan eigin flokks, og Ögmundur getur blásið til formannssóknar þegar Þistilfjarðarpilti verður á í messunni, eru Vinstri grænir betur á sig komnir er hinn meirihlutaflokkurinn.

Jóhanna er á útleið í pólitík og hvort sem efnt verður til uppgjörs á landsfundi í vor eða haust er Samfylkingin í verulegum vanda. Össur mun reyna á ný við formannsstólinn en það yrði þrautalending.

Á meðan hanaslagur innan stórskaddaðrar ríkisstjórnar stendur yfir er flæði kjósenda þannig að frá Vinstri grænum flyst fólk til Framsóknarflokksins og til Sjálfstæðisflokks frá Samfylkingu.

Engir nýir flokkar munu gera atlögu að fjórflokknum í bili. En molni Samfylkingin í sundur vegna formannskreppu er aldrei að vita.


mbl.is Erum með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhild H. Jóhannesdóttir

Ætla rett að vona að við þurfum ekki að Biða eftir einhverjum landsfundi ,til að sja Jóhönnu hverfa  og Steingrim  með út af Alþingi ..... það verða ekki margir dagar af árinu þegar kemur vantrausts yfirlysing ,,,,,,og ????

Ragnhild H. Jóhannesdóttir, 31.12.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband