Súper-Maríó Sigfússon

Atvinnulífið í heild sinni er komið í hendur Steingríms J. Sigfússonar sem alla sína starfsævi er opinber starfsmaður, byrjaði sem íþróttafréttaritari og kosinn þingmaður úr sjónvarpssettinu þar sem hann sagði m.a. frá knattleikjum fornmanna.

Steingrímur J. nýtti sér umkvartanir samfylkingarliðsins til að farga Jóni Bjarnasyni og fékk í leiðinni Árna Pál út úr ríkisstjórninni. Tvö núll fyrir Steingrím J.

Formaður Vinstri grænna hoppaði úr fjármálaráðuneytinu strax eftir fjárlög og þar með er enga pólitík þar að búa til fyrr en næsta sumar. Í staðinn fékk hann yfirráð yfir nýju atvinnuvegaráðuneyti þar sem hægt er að búa til heilan helling að kjósendavænum verkefnum. Þrjú núll fyrir Steingrím J.

Seinni hálfleikur er eftir og Steingrímur J. er fáliðaður í vörninni. Þegar uppi verður staðið tapar hann þessum leik.


mbl.is Tengist ekki Evrópumálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlýt að mótmæla þessum pistli harðlega.

Steingrímur J hefur víst starfað á hinum harða almenna vinnumarkaði, keyrði vörubíl hjá karli föður sínum í heil tvö sumur, á meðan hann menntaði sig fyrir ríkisspenann.

Ekki tekur betra við hjá þér Páll, þegar þú talar niður til Steingríms vegna starfa hans sem íþróttafréttamanns. Steingrímur sagði svo sannarlega ekki bara frá knattiðkun fornmanna, því hann gerði víðavangshlaupum ítarleg og góð skil, sem og einum eða tveim blakleikjum einhversstaðar úti á landi.

Illar tungur (sem þú samsamar þig áreiðanlega við)segja að íþróttaáhugamenn hafi beðið með jafn miklu ofvæni eftir að hann léti af störfum íþróttafréttamanns, og áhugamenn um endurreisn Íslands bíði eftir að hann láti af öllum opinberum embættum.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:30

2 identicon

En hvernig var það... kláraði hann nokkrum sinnum jarðfræðinámið sem hefði heldur betur dugað þjóðinni og honum ef svo hefði verið í öllum þessum miklu og flóknu embættum sem hann hefur skipað sjálfan sig á stolnum atkvæðum vinstri trúgjarna...???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:48

3 identicon

Guðmundur ef mig rekur minni til rétt,þá gangnrýdi Steingímur á sínum tíma að dýralæknir skyldi gegna embætti fjármálaráðherra, ekki held ég að maður með Bs gráðu í jarðfræði eins og Steingrímur sé betur til þess fallinn. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:12

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og nú er framhaldsskólakennari orðin fjármálaráðherra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2011 kl. 23:19

5 Smámynd: Oddur Ólafsson

SJS rak sinn vörubíl án taps og án þess að setja reksturinn á hausinn. Það sama verður nú ekki sagt um Bjarna Ben. Það virðist flest breytast í rjúkandi fjármálarústir í kring um hann blessaðan.

Oddur Ólafsson, 31.12.2011 kl. 00:27

6 identicon

Hefur Bjarni rekið eitthvað sem hann fór með á hausinn...???

Heimildir takk..!!!  Aftur á móti verður formaður fjármálanefndar og búktalaradúkka Steingríms og fjármálaséni Vg ekki toppaður með að hafa rekið lítið fjölskyldufyrirtæki á hausinn og komið fjölskyldu sinni út á kaldan klakann þó svo hann sjálfur hafi komið glottandi frá hildarleiknum.  Frá þessu skýrði nákominn ættingi í grein í fjölmiðli þegar Björn Valur settist á þing, til að vara þjóðina við siðferðisleysi hans sem engin ætti lengur að velkjast í vafa um.

http://www.amx.is/fuglahvisl/13156/

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 00:56

7 identicon

Páll Vilhjálmsson launaður að kvótaeigendum og eigendafélagi bænda borga fyrir að setia lygi um fólk og enn þá meira skít á persónur !!!!

Páll Vilhálmsson er alltaf eins, bara fyrir peninga !!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 02:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband