Hræðsla við kjósendur sameinar

Ríkisstjórnin er aflóga meri sem á skilið skjótan dauðdaga. Þingmenn Hreyfingarinnar íhuga að framlengja líf stjórnarinnar vegna þess að ekki frekar en Samfylking eða Vinstri grænir þorir Hreyfingin í kosningar.

Þegar þingmeirihluti alþingis stendur í samsæri gegn þjóðinni um að fresta lýðræðinu fram í rauðan dauðann er fokið í flest skjól.

Krafan er kosningar í vor.


mbl.is Í viðræðum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kosningar í vor. Ekki seinna vænna. Sammála því.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.12.2011 kl. 17:23

2 identicon

Meira að segja ESB innmúraðir vilja kosningar.  Það er svo sem ekki skrýtið þrátt fyrir allt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 17:59

3 identicon

HEYR, HEYR!

Karl (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Sandy

   Gangi Hreyfingin til samstarfs við þessa stjórn getur hún alveg eins farið að smíða eigin líkkistu, eru þau ekki með um 3% fylgi? Það verður þá ekkert eftir af Hreyfingunni eftir 18 mán.

  Tek undir með þér Páll, kosningar í vor.

Sandy, 30.12.2011 kl. 03:59

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Enginn flokkur kemst á þing með minna en 5% fylgi. Það er lágmarkið.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 09:15

6 identicon

Það er krafa alls þorra fólks, að það verði kosningar í vor.

Það sést ma. af því að einungis um 10% þjóðarinnar treystir núverandi þingi.

Lamandi foringjaræðið er hér allt að drepa.  Búum við ekki í lýðræðislandi ????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 09:46

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki foringjaræðið sem er að drepa ríkisstjórnina... frekar aðgerðaleysið þegar kemur að atvinnumálum

Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband