Fimmtudagur, 29. desember 2011
Össur: Jóhanna og ESB-umsóknin eru vandamálið
Fyrrum formaður Samfylkingar og núverandi utanríkisráðherra viðurkennir að flokkurinn er án forystu og í hugmyndakreppu. Jóhanna Sig. er forystukreppan, segir Össur, og þá hlýtur Evrópustefnan að vera hugmyndakreppan.
Við síðustu kosningar bauð Samfylkingin fram tvö mál: Jóhönnu og ESB-umsókn.
Hvorugt er að gera sig, samkvæmt Össuri. Bragð er að þá barnið finnur.
Össur: Endurnýja þarf forystuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem sjá drauga í öllum hornum og afneita framtíðinni er meginvandamál okkar í dag...sem sagt úrtölumenn dauðans.
Jón Ingi Cæsarsson, 29.12.2011 kl. 12:27
Já, Jón Ingi, þetta er alveg ferlegt með 'ann Össur.
Páll Vilhjálmsson, 29.12.2011 kl. 12:33
Ha ha ha ha ..... Það er með ólíkindum hversu GÁFAÐUR þessi ESB - bloggskítaklessa Jón Ingi Cæsarsson getur verið. Er ekki tími til kominn að draga saman í eina færslu eða jafnvel bók öll gullkornin sem þessi ÓGNAR MANNVITSBREKKA hefur látið frá sér fara og þá bara á þessari síðu og gefa út..???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:50
Heill og sæll Páll jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !
Fornvinur minn; Guðmundur Secundus (2.) Gunnarsson !
Þrátt; fyrir ýmsa meinbaugi Jóns Inga Cæsarssonar, vil ég ekki, að þú; hálfpartinn, talir svona niður til hans, á þann máta, sem þú viðhefir hér, ágæti drengur.
Jón Ingi; er einfaldlega einn fjölmargs ágæts fólks, sem á eftir að sjá Ljósið Guðmundur minn - og; verum þolinmóðir, þangað til.
L- listinn á Akureyri; er nú ein skærasta leiðar Stjarna Jóns Inga, og hver veit, nema hann eigi eftir, að verða dús, við þau Odd Helga, þar nyrðra ?
Spyrjum; að leikslokum, Gumundur minn.
Ekki; er allt sem sýnist, eins og Galdra- Imba kvað forðum (á 17. öld inni), Guðmundur Secundus.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.