Deilur í samfylkingarsöfnuði

Samfylkingin er móðurkirkja þeirra sem stofnuðu vinstrisinnaðan Sjálfstæðisflokk til að ná völdum í samfélaginu. Til að breiða yfir mótsagnir flokkanna sem runnu inn í Samfylkinguna, þ.e. Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista, var menningarverðmætum eins og kristni sópað í burtu.

Bandalag Samfylkingarinnar við Baugsveldið og auðmenn um miðjan síðasta áratug gera flokkinn pólitískt sexý hjá linkufólki með draumóra um félagslega frjálshyggju smurða með útrásarfé. Útibú Samfylkingar voru stofuð.

Dótturfélag Samfylkingarinnar í Sjálfstæðisflokknum, sem Ólafur Stephensen, Þorsteinn Pálsson, Þór Sigfússon og Benedikt Jóhannesson tilheyra, studdi Samfylkinguna fyrir síðustu kosningar með áróðri og auglýsingaherferð til stuðnings Evrópusambandsaðild Íslands - en það var eina kosningamál Samfylkingarinnar. 

ESB-trúin reynist þunnur þrettándi og Samfylkingin hefur misst pólitískan þokka. Þorsteinn Pálsson skrifar texta í jólablað Baugsfylkingarinnar og ræðir afrækta þjóðkirkju sem þurfi að endurreisa á ,,norrænum arfi"  - en ekki evrópskum.

Kjartan Valgarðsson úr móðurkirkju Samfylkingar útleggur orð Þorsteins sem vörn fyrir Bændasamtökin og LÍÚ en það eru samtök á dauðalista sanntrúaðra samfylkingarsinna.

Deilurnar móðurkirkjunnar við dótturfélagið um þjóðkirkjuna eru til marks um að bandalagið sem skilaði Samfylkingunni rúmum 29 prósentum við síðustu þingkosningar er liðið undir lok. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,, Til að breiða yfir mótsagnir..."

 Það er alltaf gott þegar Páll Vilhjálmsson , á launum hjá kvótagreifum og eigendafélagi bænda við skrifa óþvera og lygi um fólk , hittir sjálfan sig !

JR (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 00:01

2 identicon

Vinstri kölski! Valdatíma hans fer að ljúka til heilla fyrir landslýð allan.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 00:04

3 identicon

Kölski er þannig innrættur að hann finnur ekki fyrir Guði,veit ekki að hann er til

Örn Ægir (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 00:16

4 identicon

Félagsleg frjálshyggja sem gengur út á að eyða um efni fram og taka við fé sem sama væri hvaðan kæmi því það væri gott er að líða undir lok.  Ekki bara Ísland fer á höfuðið af slíku, heldur allur heimurinn...

JR.  Ert þú ekki bara alveg skínandi dæmi um félagslega frjálshyggju sem eyðir án þess að hugsa, vita né geta?

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 09:28

5 identicon

...Og ESB draumurinn sem er að enda illa er auðvitað lýsandi fyrir félagslega frjálshyggju.

Það á afhenda Brussel völdin, því þar er fólk svo ofboðslega klárt í því að plana líf almúgans á Íslandi.  Og svo er auðvitað kanski fjársjóður í pakkanum segja þeir...

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband