Skattar, lúxus og vinalegt helvíti

Eftirspurn eftir einbýli yfir 100 milljónir króna og aukin almenn neysla bendir ekki beinlínis til þess að þjóðin sé að sligast undan skattaálögum vinstristjórnar Jóhönnu Sig.

Engu að síður er umræðan á þann veg að bráðnauðsynlegt sé að lækka skatta og fá erlenda fjárfestingu inn í landið, annars fari allt til helvítis. Éf núverandi efnahagsástand er í ætti við víti eru það ósköp vinalegar heljarslóðir.

Þjóðin þarf að vara sig á sölumönnum lágra skatta; þeir búa í haginn fyrir nýja útrás og þar á eftir kemur nýtt hrun.


mbl.is Skortur á lúxuseinbýlishúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sölutrix. Engin sölumaður segir að staðan sé slæm, hún er þokkaleg eða góð. Hver nennir að eltast við það?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 10:14

2 identicon

Mikið rétt V. Jóhannsson.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 10:48

3 identicon

Tad eru ekki allir sem greida skatta.

Margir eru snidugir og geta lengi sloppid undan reglugerdargledi krata og skøttunum hans Steingrims.

Hair skattar launafolks auka a misskiptingu i samfelaginu.

Tad sest vel i Danmørku tar sem elitan hefur tad fint tratt fyrir yfir 60% launaskatta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 10:58

4 Smámynd: Steinarr Kr.

Er fólk ekki bara að eyða því sem það á, hrætt við að fjárfesta eða leggja fyrir, út af háum sköttum, lélegum fjármálamönnum og almennu vantrausti á ráðamenn?

Steinarr Kr. , 23.12.2011 kl. 11:33

5 identicon

Er skortur á húsnæði? Liggja fjármálastofnanir ekki með það á lager? Af hverju er þetta ekki sett á markað? Færi þá allt til helvítis?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 11:37

6 identicon

Er þetta ekki alllt sama bullið ...látið lita svo út að öll kreppa se úr landi ......En liklega aldrei verið verra...!  Gleðileg jól !

Ransý (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 17:30

7 identicon

Sæll.

Sósíalismi þessarar stjórnar er búinn að koma því til leiðar að sumir hafa það mjög gott, ákveðin elíta, en obbi þjóðarinnar hefur það skítt. Minn hagur hefur t.d. farið versnandi frá mánuði til mánaðar með núverandi skussa við stjórn. Hvað með þær þúsundir, sem Jóhanna, vill ekki vita af, sem flust hafa af landi. Aukin neysla, er þetta ekki bara aukin skuldsetning? Kjarasamningar Villa og Gylfa hafa engu skilað nema verðbólgu og auknu atvinnuleysi.

Nú vil ég ekki vera dónalegur við þig Páll en það er alveg augljóst að þú veist afskaplega lítið um skatta og áhrif þeirra. Fjárfestar vilja trauðla koma hingað vegna hárra skatta, einhverjir koma hingað en mun færri en ella. Skattar valda því auðvitað að erfiðara verður en ella fyrir fyrirtæki að ráða fólk í vinnu og hækka við það launin. Svo er alveg augljóst að stjórnmálamenn nota þessa fjármuni í alls kyns vitleysu. Vilt þú t.d. standa straum af rekstri Sf? Þú gerir það í gegnum skatta? Viltu borga fyrir Hörpuna? Stjórnmálamenn hafa þanið út hið opinbera í gegnum áratugina og í dag gerir t.d. Reykjavíkurborg fólk út af örkinni til að vekja sum börn til að fara í skólann. Á hið opinbera að skipta sér af öllu með tilheyrandi kostnaði? Væri ekki betra að þú fengir sjálfur að ákveða hvað þú gerir við þau laun sem þú vinnur þér inn? Ég lít á skatta sem löglegt rán og ég treysti öðrum ekki til að fara með fé það litla er ég vinn mér inn. Fleiri ættu að vantreysta stjórnmálamönnum fyrir sínu fé.

Hrunið hafði ekkert með lága skatta að gera Páll. Kynntu þér þetta. Hvaðan komu allir peningarnir sem íslensku bankarnir lánuðu? Þeir komu að verulegu leyti erlendis frá, eitthvað frá lélegum stjórnendum lífeyrissjóða hér, en mest af þeim kom erlendis frá. Hvaðan fengu erlendu bankarnir, sem lánuðu íslensku bönkunum, sitt fé? Hefur þú virkilega aldrei spurt sjálfan þig að því hvaðan allt þetta fé kom? Þetta er alger lykilspurning.

Slóðin endar hjá seðlabönkum heimsins, Dabbi afnám bindiskylduna eins og kollegar hans erlendis sem leiddi til þess að gífurlega mikið fé varð allt í einu laust. Þetta mikla fé leiddi til bólu sem sprakk. Þetta er ekki í fyrst skiptið sem slíkt gerist og það gerist vegna afkskipta ríkisins af markaðinum í gegnum seðlabanka heimsins. Greenspan virðist loksins hafa áttað sig á þessu.

Bólan sem nú sprakk var hvorki sú fyrsta, og sennilega ekki sú síðasta sem sprakk. Manstu ekki eftir dot com hruninu? Hvað var ECB að gera núna fyrir yfir 500 banka í Evrópu? Þetta veldur verðbólgu og eru auðvitað inngrip ríkisins í markaðinn, þeir prentuðu næstum 500 milljarða evra. Ef bankar lána of mikið eiga þeir auðvitað að fara á hausinn. Í staðinn bjargar ríkið bönkum sem stýrt er af lélegum stjórnendum og þeir halda svo bara áfram að gera gloríur og halda að þeir séu rosa góðir gæjar. Markaðurinn þarf að fá að hreinsa út þá sem ekki kunna að stýra fyrirtækjum.

Í dag eru yfirvöld hér að klúðra málum fyrir útflutningsatvinnuvegunum með gjaldeyrishöftunum. Krónan þarf að ná raungengi og það er mun lægra en einhverjir ríkissnillingar telja að það eigi að vera. Gott dæmi um skaðleg afskipti hins opinbera. Svona snilld kostar þjóðarbúið verulega fjármuni.

Af hverju á hið opinbera að ákveða hvað greiða þarf fyrir leigu á peningum? Er þá ekki bara næst að ríkið ákveði hvað greiða þarf fyrir hvern leigðan fermetra? Má þá ríkið ekki líka ákveða leiguverð á t.d. bílaleigubílum?

Kreppan í dag er að verulegu leyti komin til vegna þess að hið opinbera í hinum vestræna heimi er alltof stórt og tekur til sín of mikið af þjóðarkökunni. Jafnaðarmennskan er alveg frábær fyrir þá sem ekkert skilja í efnahagsmálum :-) 

Helgi (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 18:41

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Helgi,

ég vísa í næst síðustu málsgrein hjá þér: "Af hverju á hið opinbera að ákveða hvað greiða þarf fyrir leigu á peningum? Er þá ekki bara næst að ríkið ákveði hvað greiða þarf fyrir hvern leigðan fermetra? Má þá ríkið ekki líka ákveða leiguverð á t.d. bílaleigubílum? "

Sveinn B. Valfells heitinn vinur minn hafði þessa formúlu um vexti:

"Vextir eiga að vera svo háir að til séu fífl að borga."

Halldór Jónsson, 23.12.2011 kl. 21:51

9 Smámynd: Steinarr Kr.

Helgi flottur!

Steinarr Kr. , 23.12.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband