Evrópuþingmaður: ,,stalínísk" ESB-andstaða á Íslandi

Robert Atkins þingmaður á Evrópuþinginu segir ,,stalínista" ráðandi í ESB-andstöðunni á Íslandi og nefnir sérstaklega Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Atkins segir ríkisstjórn Íslands klofna í málinu og engar líkur að ESB-aðild verði samþykkt á Íslandi.

Atkins ráðleggur Íslendingum að efna til þjóðaratkvæðis um það hvor þjóðin vilji sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Á alþingi liggur fyrir tillaga um að efna til þjóðaratkvæðis um það hvort halda eigi umsókninni til streitu eða draga hana tilbaka.

Hér er ræða Atkins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég segi bara wá... og þeir sem sjá þetta horfið á þessa 8 mínútu U Tube með Atkins og dotman ? sem svarar honum.

Valdimar Samúelsson, 21.12.2011 kl. 15:15

2 identicon

Góðar ábendingar hjá Atkins.

Vitaskuld átti að bera umsóknina undir þjóðaratkvæði.

Og Jón Bjarnason er stalínisti.

Karl (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég rekst á einn grundvallar miskilning hjá báðum þingmönnum þarna, en hann er sá að hér sé hlutfall andstöðu og fylgis ca. 50/50. Það er alrangt. Hér eru nær 70% á móti inngöngu, en deildar meiningar eingöngu um það hvort halda eigi viðræðuferlinu áfram.

Það er alveg augljóst að Össur og co. eru að gefa ranga mynd af stöðunni útfrá skoðanakönnunum um það hvort draga eigi umsóknina til baka en ekki út frá könnunum um fylgi við inngöngu. Þeim hefur greinilega lukkast það. 

Djöfull verða menn hissa þegar kosið verður um þetta, ef þeir eru þessarar sannfæringar. Það er ábyrgðahluti hinsvegar að utanríkisráðherra sé að gefa falsaka mynd og hreinlega ljúga að ráðamönnum sambandsins. Fyrir það eitt ætti hann að segja af sér nú þegar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2011 kl. 15:58

4 identicon

Ég ... Stalínisti ... okeys ... 

.

Kristjan Fridriksson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 16:00

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sú mynd sem bretar draga upp af fiskveiðistefnu sambandsins er svört, svo ekki sé dýpra tekið í árinni.  Skoðun margra er að ESB gæti frekar lært af okkur varðandi fiskveiðistjórnun en annað og það notar Össur sem örvæntingafulla ástæðu fyrir inngöngu. Hasnn skal fræddur um það að ESB getur tekið upp okkar módel óbreytt ef þeir vilja án þess að við séum aðilar að sambandinu. Við gætum meira að segja selt þeim ráðgjöf, hafi þeir áhuga.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2011 kl. 16:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er líka ágæt áminning að hér var aðeins eins atkvæðis meirihluti fyrir umsókn, sem byggir meira á því að halda stjórninni saman en það að um raunverulegt fylgi sé að ræða. Atkins eins og fleiri furða sig líka á því undarlega verklagi að leyfa ekki þjóðaratkvæði í upphafi um það hvort lagt yrði upp í bjarmalandsförina. Hannyrði vafalaust enn meira hissa ef hann vissi að frumvarp um þjóðaratkvæði var lagt fram í byrjun en því hafnað þrátt fyrir að 76% þjóðarinnar krefðust þess samkvæmt skoðanakönnunum á sínum tíma.

Svo tala menn um að halda lýðræði í heiðri með að halda áfram með feigðarförina.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2011 kl. 16:17

7 identicon

Sömu skoðanakannanafalsarar ESB/Icesave - einangrunarsinna voru heldur betur með kannanir á hreinu sem áttu að sýna að meirihluti þjóðarinnar ætlaðai að láta ESB taka sig í botninn með að samþykja Icesave I, II og III afleiki aldarinnar.  Þeir fullyrtu að svik væri í tafli með undirskriftasafnanir InDefence og þær kannanir sem sýndu öruggan NEI vilja þjóðarinnar. Stærri brókarútsóðun hefur ekki orðið á byggðu bóli en hjá þessum ESB/Icesave attaníossum.  Sömu brókasóðar orga á torgum í dag vegna ESA/EFTA sirkús ESB.

98.2% NEI varð niðurstaðan gegn 1.8% JÁ eftir þessi fyrirfram hönnuðu úrslit kannana ESB/Icesave sinna sem sýndu gjörsigur JÁ manna. 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 16:38

8 Smámynd: Elle_

Stalínistarnir væru heldur Brussel-ofstoparnir sem halda sig geta kúgað samlanda sína undir erlent vald og lamið yfir okkur lögleysu ICESAVE í þokkabót.

Elle_, 21.12.2011 kl. 17:22

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég tek undir með Elle Ericsson !

Gunnlaugur I., 21.12.2011 kl. 17:28

10 Smámynd: Elle_

Ekki veitir af að skrifa honum og öðrum þarna.  Leyfum ekki STALÍNISTUM Össurargengisins að komast upp með þvætting um okkur.  

Contact Sir Robert Atkins MEP ...

Email: robert.atkins@europarl.europa.eu


Elle_, 21.12.2011 kl. 19:04

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessi Sir. Atkins fannst mér ekki merkilegur pappír. Hann sagði okkur vera skiptir jafnt í með og á móti. Hann hefur það áreiðanlega frá beint frá Össuri í bankéttinum með okkar mönnum.

Mr. Dartmouth úr Sjálfstæðisflokknum breska virtist hinsvegar alveg skilja um hvað málið snérist. Ég held að menn ættu þá að hlusta á forseta breska sjómannasambandsins áður en þeir segja skoðanir Jóns Bjarnasonar vera stalínískar og Dartmouth ekki tala af upplýsingu.

Halldór Jónsson, 21.12.2011 kl. 19:33

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sendi honum línu.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2011 kl. 22:45

13 identicon

Það sem mér finnst merkilegt er að hvorugur maðurinn virðist botna neitt í því hvernig málið er lagt upp hérna á Íslandi og skýrir það væntanlega hvers vegna þeir rugla saman stuðningi við "aðildarviðræður" og aðild. Hvorugur áttar sig á því að ríkisstjórnin hérna vill sækja um áður en ákvörðun er tekin um aðild.

Enda er sú stefna fordæmalaust rugl.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband