Össur flengdur af alþingi

Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra er ekki treyst fyrir Icesave-málinu vegna þess hvernig hann hefur haldið á umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, segir í ályktun meirihluta utanríkismálanefndar alþingis.

Vantraustið á Össuri er í réttu hlutfalli við ógöngur hans í ESB-málinu þar sem ekki stendur steinn yfir steini; Ísland er ýmist á hraðferð inn í ESB eða hægferð. Endalausar fréttatilkynningar um að þessum eða hinum kaflanum sé lokið en ekkert fréttist af raunverulegum samningaviðræðum. Og það sem meira er: samningsmarkmið Íslands liggja ekki fyrir af hálfu utanríkisráðherra. 

Undir Össuri hefur utanríkisráðuneytið sett niður þar sem fagmennska víkur fyrir áróðri í þágu algjörlega misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandnu. 


mbl.is Icesave verði í höndum Árna Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jóhanna taldi að undirlægju háttur og flaður væri nauðsynlegt til að komast í Evrópusambandið og sendi því Össur til að þvaðra þar og svo atti hún Steinrími á Icesave flagið.

það lögðu allir í þessari ríkisstjórn í atið með Steingrími, en allt það sóðalega at var gert í þeim einum tilgangi að friða Jóhönnu, og gáfu skítt í landann og hans vilja.

Það er því eingin innan þessarar ríkisstjórnar hæfur til að gæta hagsmuna okkar í þessu máli.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2011 kl. 11:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að taka undir þetta hjá ykkur báðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2011 kl. 11:43

3 identicon

Allt rétt að framan hjá Páli. En þar að auki treysti ég Össuri ekki, því að hann kom að samþykki samninganna um Icesave, þótt þeir væru gerðir við ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins, sem hann hefur sagzt vera félagi í. Dettur einhverjum í hug, að utanríkisráðherrunum Davíð Oddssyni eða Halldóri Ásgrímssyni hefði átölulaust leyfzt samsvarandi framganga? Aldeilis ekki! Og hvorugur væri raunar líklegur til að hafa hegðað sér þannig. Mér hefur því miður lengi fundizt, að Össur ætti að sæta sakamálarannsókn út af þessu, og þá á ég ekki við Landsdóm og 2ja ára refsiramma. Kannski yrði maðurinn hreinsaður í slíkri rannsókn eða eftirfarandi dómsmáli. Þess mætti þá unna honum. Sem væri ekki það sama og geta treyst dómgreind hans eða heilindum á stjórnmálasviðinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 12:57

4 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Sigurði um sakamálarannsókn.  Jóhanna og Össur ættu að fara fyrir sakadóm vegna EU-umsóknarinnar og blekkinga og svika gegn alþingi og þjóðinni.  Jóhanna, Steingrímur og Össur ættu öll að fara fyrir sakadóm vegna ICESAVE og blekkinga og svika gegn alþingi og þjóðinni.

Elle_, 20.12.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband