Bretar flýja ESB, Norðmenn EES - en Össur vill Icesave-leiðina í ESB

Bretland er komið út á kant í Evrópusambandinu, formaður Miðflokksins, stjórnarflokkur í Noregi, vill að Norðmenn dragi sig út úr EES-svæðinu: á Íslandi berst Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um hæl og hnakka til að fá að tapa dómsmáli fyrir EFTA-dómstólnum til að komast Icesave-hraðleiðina inn í Evrópusambandið.

Að láta Össur sjá um Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum er vísasta leiðin til að tapa málinu. Utanríkisráðherra er margfalt vanhæfur í Icesave-málinu og getur ekki með nokkru móti varið hagsmuni Íslands.

Í Icesave-málinu eru aðeins ein leið fær: að ný ríkisstjórn taki við vörnum Íslands.

 


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2011 kl. 14:43

2 identicon

Sunir vilja ekki trúa öðru en að íslenskir ráðamenn geti ekki viljað þjóð sinni annað en gott.

Mikið lifandi skelfing ósköp væri nú gott ef núverandi stjórnvöld hefðu aðeins sýnt örlítil tilþrif sem sýndu að svo eðlileg trú væri möguleg.

Alveg satt sem þú skrifar Páll.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 15:08

3 identicon

Össur Skarpi er örugglega traustsins verður að mati Steingríms, Jóhönnu og stjórnarruslins eins og snillingurinn Svavar Gestsson og hans hundtryggi aðstoðamaður Indriði Þorláks voru.

Hver toppar Össur Skarpa sem lagði ítrekað áherslu á það í hrunskýrslunni að hann hafi lítið sem ekkert vit á fjármálum og hvað þá bankamálum.

Gullkorn eins og.:

 "Ég meina, ég hef hvorki áhuga né vit á þessu", "Akkúrat ekkert vit á bankamálum", og "ég var þarna náttúrlega eins og fiskur sem stokkið hefur upp á grasbala" eru dæmi um tilsvör hans við skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis.

Er fólk nokkuð búið að gleyma lygavefnum sem Össur festi sig í og reyndi að gera starfsfólk utanríkisráðuneytisins ábyrgt fyrir að hann vissi ekkert um skýrslu lögfræðistofunnar Mischon de Reya í London um Icesave-málið.

Skýrslan, var merkt sem trúnaðarmál, og fram kemur á forsíðu hennar hún sé sérstaklega samin fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 

Össur fullyrti úr ræðustóli Alþingis um að Icesave III samningurinn væri.: "ljósárum frá fyrri niðurstöðu".  Sami samningur og engin málsmetandi sérfræðingur vildi meina að væri nema lítilega betri eins og þau Steingrímur og Jóhanna sögðu fyrst eftir að hann kom í hús.  Sá Skarpi er traustvekjandi hvað varnirnar varða, svona eins og Lalli Johns yrði gerður að bankastjóra, með fullri virðingu fyrir Lalla og hans sérþekkingu sem er að vísu ekki kynfæri laxfiska. 

Það er mun skynsamlegra að láta Breta og Hollendinga annast varnir okkar líka, því að í öllu þessu máli hafa þeir aldrei lagst jafn lágt og íslensk stjórnvöld við að reyna að gera okkur ábyrg fyrir ólögvernduðum falsreikningum ESB og þeirra sem okkur kemur ekkert við ESB.

Það er lítil hætta á öðru en Össur verði það sem hann lýsti eigin hæfi í fjármálum.:

" - ég var þarna náttúrlega eins og fiskur sem stokkið hefur upp á grasbala.... !!!!! "

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 16:04

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Össur er á allan hátt óhæfur, en mun sennilega verða neyddur til að segja sig frá málinu líka. Því að í ofanálag veit ég ekki betur en að hann sé líka félagi í Breska Verkamannaflokknum allt frá velmektartímum Tonys Blairs á valdastóli. En Breski Verkamannaflokkurinn var einmitt við völd allan tímann þegar ICESAVE var stofnað í Bretlandi og allt þar til það hrundi og Gordon Brown flokksbróðir Össurar setti Hryðjuverkalögin á Ísland.

Auk þess sagði Össur eyðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis:

"Að hann hefði ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum"

Þjóðin getur ekki treyst þessum galgopa og ESB dindli í þessu stóra máli !

Gunnlaugur I., 19.12.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband