Mánudagur, 19. desember 2011
Fjármálafíklar enn að störfum
Útrásin ól af sér fjármálafíkla sem flestir eru enn að störfum í bönkum og lífeyrissjóðum. Fjármálafíklar hanna viðskipti sem byggja á óefnislegum eignum eins og viðskiptavild. Viðskiptahönnun fjármálafíkla byggir ekki á verðmætum heldur græðgisvæddu hugarfari þeirra sem um véla.
Ragnar Önundarson skrifar grein í Morgunblaðið í dag og vekur athygli á því að hvorki löggjafinn né framkvæmdavaldið hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við fjárplógsstarfsemi fjármálafíkla.
Almenningi blæddi eftir hrun þegar sviðin jörð fjármálafíkla blasti við. Til að forða þjóðinni frá endurtekningu á martröðinni verður að grípa í taumana strax.
Athugasemdir
Já, og þeir verða að störfum svo lengi sem við hreinsum ekki út í kerfinu (sbr. Fjármálaeftirlitið). Þannig er það bara. Það er alveg með ólíkindum að menn hafi ekki tekið almennilega til í öllu kerfinu, strax eftir Hrun. Þá meina ég, bankastofnanir, eftirlitsstofnanir, ríkisfyrirtækin, skilanefndirnar, ráðuneytin, Alþingi og fl. staði. Hreinsa ALLT kerfið af þessari óværu. Þetta er svipað og með lúsina, ef eitthvað er skilið eftir, þá fjölgar hún sér og "poppar" upp aftur, með enn meiri krafti en áður.
Ef við þolum ekki að búa við það, þá þarf að fínkemba allt kerfið og losa okkur við óværuna, ef við gerum það ekki, nú, þá verðum við bara lúsug áfram.
Dexter Morgan, 19.12.2011 kl. 09:33
Ragnar Önundarson.hvað.............
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.