Ný ríkisstjórn í burðarliðnum

Á bakvið Landsdómsumræðuna glittir í nýja ríkisstjórn sem tekur við þegar þegar loksins, loksins Jóhönnustjórnin leggur upp laupana. Málefnaleg sjóðþurrð Samfylkingar annars vegar og hins vegar klofningur Vinstri grænna gera stjórnarslit líkleg. Það eykur líkurnar að ný ríkisstjórn gæti tekið við og unnið sem starfsstjórn fram að kosningum.

ESB-umsókn Samfylkingarinnar sekkur með skuldakreppunni í Evrópu og þegar Hjörleifur Guttormsson segir sálfræðing þurfa til að gera pólitík Steingríms J. skiljanlega er orðið morgunljóst að Vinstrihreyfingin grænt framboð gengur ekki heil til skógar næstu þingkosningar.

Icesave-málið mun gera útslagið. Núverandi ríkisstjórn er ófær um að halda á hagsmunum Íslands þar sem pólitískur hagur beggja stjórnarflokkanna er að Ísland tapi stórt fyrir EFTA-dómstólnum. Ótækt er að Jóhönnustjórnin beri fram málsvörn Íslands.

Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og heilbrigðisvottuð Vinstri græn: Guðfríður Lilja, Ögmundur og Jón Bjarna eru ríkisstjórn í burðarliðnum.

Klofningur Vinstri grænna er forsenda fyrir nýrri landsstjórn. Sviksama klíkan í kringum Steingrím J. verður skilin eftir í bóli með Samfylkingu og þjóðlegt, íhaldssamt og jafnréttissinnað afl býður fram heiðarlegan vinstri valkost.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur geta ekki náð meirihluta í þingkosningum. Fái almenningur grun um að þessir flokkar stefni á tveggja flokka stjórn hverfur fylgið af þeim; fólk man eftir helmingaskiptunum í aðdraganda hrunsins.

Nýr vinstriflokkur, óbeinn afkomandi Þjóðvarnarflokksins frá miðri síðustu öld, er lykillinn að nýju landsstjórnarafli. Heiðursformaður þess flokks yrði vitanlega Ragnar Arnalds sem stofnaði Þjóðvarnarflokkinn, varð síðar formaður Alþýðubandalagsins og fyrsti formaður Heimssýnar.

Bingó.

 

 


mbl.is Tillagan rædd á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík steypa ;-- Núverandi ríkisstjórn er ófær um að halda á hagsmunum Íslands þar sem pólitískur hagur beggja stjórnarflokkanna er að Ísland tapi stórt fyrir EFTA-dómstólnum. Ótækt er að Jóhönnustjórnin beri fram málsvörn Íslands.---Hvaða heilvita manni dettur í hug að halda slíku rugli fram?

gangleri (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Láti guð gott á vita.

Ragnhildur Kolka, 17.12.2011 kl. 10:10

3 identicon

Hvað var í kaffi pistlahöfundar?

Ragnar Arnalds, Hjörleifur, Styrmir, Bjarni Ben, Sigmudur Davíð og Dalakútur og svo dass af Ögmundi fari með stjórn landsins!!!


Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 11:49

4 identicon

Pólitískir hagsmunir VG, Steingríms, Baugsfylkingarinnar og Jóhönnu hafa örugglega ekki neitt með hagsmuni þjóðarinnar að í Icesave málinu að gera og ekki þarf neinn kjarneðlisfræðing til að sjá hið augljósa í málinu.  Tap þeirr er algert  í þessu stríði við ESB og leppríkin Breta og Hollendinga ef að við myndum sigra og gjörtap er það eina sem gæti bjargað þeim eftir heimsmetið 98.2% NEI þjóðarinnar að þeirra mati, þó svo að sæmilega skýr skólakrakki veit betur. 

Hagsmunir þeirra og 1.8% kjósenda og ESB liggja ekki með rest þjóðarinnar og sigri hennar í deilunni við ESB.  Að ímynda sér eitthvað annað og halda slíku fram opinberlega ber vott um að menn eru einstaklega illa til þess fallnir að hugsa rökrétt, eða skrifa gegn betri vitund. 

ESB og Icesave er sín hvor hliðin á sama peningnum eins og allir másmetandi aðilar innan ESB hafa skýrt út í fjölmiðlum þó stjórnvöld og ESB - einangrunarsinnar segjast vita betur.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 12:56

5 Smámynd: Dexter Morgan

Ef Guð tekur Ragnhildi Kolku á orðinu, þá mun hann með öllum ráðum og dáðum forða okkur frá því að Sjálf"græðgis"Flokkurinn og Fram"ogtilbaka"Sókn komist aftur að kjötkötlunum (eins og þá blóðlangar til núna).

Það sem okkur vantar núna er UTANÞINGSSTJÓRN. Valinkunnir menn og konur í öllum ráðuneytum sem stjórna af fagmennsku ekki eiginhagsmunapoti, einkavinapoti, valdasýki eða pólitík. Mér dettur strax í hug allmörg þeirra sem sátu í Stjórnlagaráði. Algjört fagfólk þar á ferðinni.

Dexter Morgan, 17.12.2011 kl. 14:12

6 identicon

Góður pistill hjá Páli. Held reyndar að krafa um nýjar kosningar eigi að vera efst á blaði. Sammála Guðmundi 2. um Icesave. Óttast þó annað meira en óhagstæðan dóm: Að íslenzkir stjórnmálamenn muni skuldbinda þjóðina með dómsátt og reyna þannig að komast hjá einni þjóðaratkvæðagreiðslunni enn, en ná samt sínu fram og samþykkja á einhvern hátt kröfur Breta og Hollendinga. Ég get bara talað fyrir mig, en fyrr þætti mér ástæða til að kjósa í þriðja sinn en sættast á að borga eitt sterlingspund eða eina evru. Hvort pólitískar þvinganir og efnahagsþvinganir fylgja hugsanlegum sigri fyrir EFTA-dómstólnum, verður síðan að koma í ljós. En þjóðin verður að geta staðið í lappirnar gagnvart óbilgjörnum nágrönnum, ESB og þessum tveimur grannríkjum. Hún skuldar það niðjum sínum og þeim forfeðrum, sem börðust fyrir sjálfstæðinu og í þorskastríðunum.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 14:24

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vinstrisinnaður flokkur getur ALDREI orðið þjóðlegur. Það er bara andstætt
allri alþjóðasinnaðri vinstrimennsku. Þjóðvarnarflokkurinn jú barðist gegn
bandariskri hersetu, en jafnframt fyrir BERSKJÖLDUÐU VARNARLAUSU ÍSLANDI  í anda hinnar ANDÞJÓÐLEGU vinstrihugsjónar Ragnars Aralds og hans kommúnísku félaga.

Það sem vantar nú og hefur ætið vantað í íslenzk stjórnmál er borgaralegt ÞJÓÐHYGGJUAFL til hægri. Þess vegna er ástand þjóðmála eins ömurlegt og
það er nú. Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en gegnsósaður  af
sósíaldemókratískum komplexum, sem m.a olli hruninu með vinum sínum
í Samfylkingunni 2008 á grundvelli hins stórgallaða EES-samnings sem
báðir báru og bera ábyrgð á og komu í gegn illu heilli fyrir land og þjóð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.12.2011 kl. 14:30

8 identicon

Ef þjóðin vill Sjálfstæðis - og Framsóknarflokk til að annast sín mál með að stýra landinu, þá skal svo vera... hvað sem andlýðræðissinnar segja og kommúnnitstilburðir og blautir Sovétdraumar alvitra flokksbrekkna eins og "Dexter" um að kúska lýðinn til hlýðni hvað sem það kostar og þá væntalega með ofbeldi ef annað dugar ekki til.  Þjóðin er örugglega búin að fá mikið meira en nóg af stjórn einungis límdri saman á hatri og forheimsku hennar og nokkurra kjósenda sem ennþá styðja ósköpin.  Það er jú þjóðin sem segir og hefur seinasta orðið um hverjir stjórna landi og þjóð hvort sem mannvitsbrekkum kratakomma líkar betur eða verr.... en ekki öfgalýður kratakomma með nákvæmlega minnsta fylgi sem nokkur stjórnvöld hafa mælst með og það að meðtalinni hrunstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem var með yfirburðafylgi á hrundegi miðað við skrípastjórn kratakommúnista í dag.

Og sönglagaráð var skipað "algjöru fagfólki"....  He he he ....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband