Þriðjudagur, 13. desember 2011
EES gæti orðið biðstofa fyrir Úkraínu og Hvítarússland
Evrópusambandið íhugar að veita Úkraínu og Hvítarússlandi aðild að EES-samningnum þar sem Ísland og Noregur eru fyrir ásamt Lictenstein. Norsk stjórnvöld birta bráðlega endurskoðun sína á EES-samningnum og í kjölfarið mun Evrópusambandið leggja fram sína endurskoðun.
Samkvæmt Klassekampen í Noregi er áhugi á því innan ESB að veita ríkjum sem ekki eru tilbúin að ganga í sambandið aðild að EES-samningnum. Vaxandi andstaða er í Noregi við EES-samninginn þar sem hann þykir ólýðræðilegur. Kannanir sýna að eins um 20 prósent Norðmanna fylgjandi aðild landsins að EES-samningnum.
Eftir að Bretland beitti neitunarvaldi á leiðtogafundi ESB er almennt talið að Bretar séu á útleið úr kjarnasamstarfi ESB. Bretar munu í framhaldi byggja um tengsl við lönd eins og Noreg og Ísland, sem standa utan ESB.
Á Íslandi er engin umræða í stjónrkerfinu um gerbreyttar aðstæður í Evrópu, þökk sé skeggvaxna barninu í utanríkisráðuneytinu.
Athugasemdir
Er ekki bara fínt að fá þessi ríki Breta í EES og síðan fara að móta reglur EES með hagsmuni EES ríkjanna í fyrirrúmi?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 10:23
Það er niðrandi fyrir börn að vera líkt við þann skeggjaða. Væri ekki nær að kalla hann fáráð eða kannski enn betra óráð.
Ragnhildur Kolka, 13.12.2011 kl. 12:24
Eitt er ljóst að utanríkistrúðurinn er ekki eins og fólk er flest... með fullri virðingu fyrir því fólki.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 12:53
Mjög góður pistill.
Sigurður (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.