Fimmtudagur, 8. desember 2011
Nafnlausi ESB-flokkurinn
Nafnlausi flokkurinn er hvorki með stefnu né heiti en, samkvæmt Heiðu Helgadóttur í Sjónvarpsfréttum í kvöld, er flokkurinn hlynntur aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Móðurflokki nafnlausa flokksins, Samfylkingunni, sárvantar flokksnefnu til að rjúfa einangrun sína.
Nafnlausi ESB-flokkurinn er gagngert stofnaður til að Samfylkingin geti sent Brussel þau skilaboð að jú, það er fleiri en einn stjórnmálaflokkur á Íslandi sem vill í Evrópusambandið.
Óneitanlega er það metnaðarfullt af nýjum stjórnmálaflokki að gerast hækja Samfylkingar frá fyrsta degi.
Kannski fleiri en einn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með All chiefs no indians. Myndi það ekki smellpassa á flokkinn?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 21:52
Mig minnir að menn hafi kallað hann "Gumsið" frá því fyrst var greint frá væntanlegri tilurð hans.
Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2011 kl. 22:03
Nýja gólftuskan mun eyðast fljótt.
Elle_, 8.12.2011 kl. 22:07
Ekki að spyrja mesta drullusokk í blaðamannastétt !
Páll Vilhjálmsson getur ekki sagt satt orð , enda með bréf upp á vasan frá happadrættisháskólanum !!!
Þar útskrifast bara aular eins og dæmin hafa sanna !!!!!
JR (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 22:26
Er mannvitsbrekkan JR líka í nafnlausa flokkinum...??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 22:57
Evrópu-Samfylkingin Besta
Sverrir Stormsker, 8.12.2011 kl. 23:17
Nú verður fjör, stormsker mættur.
Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2011 kl. 23:32
Óskaplegt er heyra þetta. Hlyntur aðildarviðræðum við EU? Ja, eg skal segja ykkur það! Maður á ekki orð.
Bannfærum´ða!!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.12.2011 kl. 00:16
Ég skrifaði það fyrir nokkru að það sem ég hefði heyrt af flokknum hingað til hljómaði eins og óþarft bergmál af Samfylkingunni. Ég legg það því til að 3. fyrstu stöfunum í nafni Samfylkingarinnar verði snúið við og flokkurin kallaður Masfylkingin.
G. Tómas Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 01:53
Ég held að þessi nafnstillaga frá Sverri Stormskeri hljóti að slá í gegn hjá þeim: Evrópu-Samfylkingin Besta !
JR, þú ert nú meira kjánaprikið að gera lítið úr menntun tugþúsunda HÍ-manna á einu bretti.
Ómar Bjarki, hér á landi eru Esb-dindlar, Esb-fimmta herdeild og lögbrjótandi Esb-diplómatar EKKI bannfærðir af stjórnvöldum, heldur njóta þeir sérlegrar hylli í stjórnarráðinu hjá Jóhönnu og hennar lífsnauðsynlegu hækju Steingrími (og Katli skræk) og fá að spreða hér hundruðum milljarða í áróður fyrir innlimun og fullveldissviptingu lýðveldisins Íslands inn í brauðfóta-stórveldi 43% Evrópu, þar sem aflóga, tapsár nýlenduveldi ráða lögum og lofum.
Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 02:49
Þarna átti að standa : hundruðum milljóna í áróður ...
Þetta getur þó vel slefað í milljarð eða meira, ef á verður ekki að ósi stemmd.
Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 02:52
Nú er farið að vandast málið fyrir Ómar Bjarka á útnesjum og greflinum JR hinum tónelska málfarssælkera. Hvort Evrópusambandið ætla þeir nú að sækja um í? Kannski sitt hvort? Nú geta þeir deilt um það sín á milli því við hinir erum lausir.
Kemur anars í ljós fljótlega hvort Evran lifir yfirleytt. Mjög fljótlega. 17 landa samveldið verður sennilega ekki að veruleika heldur.
Sagan er sannarlega að endurtaka sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2011 kl. 06:17
Þetta afkvæmi samfylkingarinnar er bara alveg nákvæmlega eins.
Engin stefna. Bara samt, alltaf, alveg sama hvað gerist að sækja um í ESB, hvað sem það er nú eða verður.
Vantar bara að Össur gangi í partíið.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 07:31
Hækjan
Karl (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 10:13
Ég hef þegar sent Nafnlausa flokknum uppástungu að nafni á flokkinn þeirra þ.e. "ESB- Fylkingin & Trúðarnir"
Einnig finnst mér koma til greina "Litla Samfylkingin"
Endilega farið inná heimasíðuna hjá flokknum og kjósið þetta nafn ef ykkur finnst það passa.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 10:28
Sló mig þetta með ESB; Þarf að bíða eftir öðrum flokk til að gefa 4flokks mafíum fokkoffmerki.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 11:26
Mér finnst flokksnafnið liggja í augum uppi miðað við aðstandendur, tilganginn og hugsjónirnar, þ.e.;
G = Guðmundur
e(-)ð = eitthvað; þ.e. stefnan er eitthvað, partý, klúbbur, rabbhópur, "víðsýni" (= ógnarvíð(sýn) er Evrópuástin), "pólitík" og óteljandi annað;
klofinn = góð reynsla allra aðila í því, hvort sem er sá "BESTI eða Guðmundur (Samfylking, Framsókn, VG og aðrir óstýrlátir);
sem sagt besta nafnið á flokknum, besta lýsingin á stefnu flokksins, tilgangi og aðstandendum hans er í einu orði;
"Geðklofinn".
Kveðja.
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 11:42
Mér lízt prýðilega á þessa rökstuddu tillögu Guðmundar Ingvasonar.
Tillaga Karls er góð og ekki síður þessar tvær frá Gunnlaugi.
Og nú þurfa þau ekki lengur að roðna vegna nafnleysis.
Ég held að "ESB-fylkingin & trúðarnir" slái í gegn hjá flestum.
Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 14:49
Svo verða menn endilega að lesa bráðfyndinn leiðara Moggans í dag um málið: Offramboð.
Jón Valur Jensson, 9.12.2011 kl. 14:52
Mér nákvæmlega sama hvað þessi flokkur á að heita,,,en er virkilega til sá íslendingur sem treystir þessu liði sem þarna er í boði til að stjórna landinu???
--
casado (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.