Utanríkispólitík eftir dauða ESB-umsóknar

Þótt enn eigi eftir að kasta rekunum á ESB-umsókn Ísland er óhætt að pæla um þau stef sem verða ofarlega á baugi þegar formlega verður búið að afturkalla umsóknina. Í frétt RÚV í kvöld er einn utanríkispólitískur angi nefndur: Skotar vilja auka samstarfi við Norðurlönd.

Skotar, sem eru um 5 milljónir, telja hag sínum betur borgið í náinni samvinnu við Norðurlönd, gangi þeir alla leið og segi skilið við ríkjabandalagið við Englendinga. Norðurlöndin munu án efa bregðast við umrótinu í ESB með því að auka samstarf sitt innbyrðis og e.t.v. myndi þátttaka Skota efla það samstarf.

Vestnorðlæg vídd norræns samstarfs myndi þyngjast yrði af skoskri aðild. Utanríkisþjónustan ætti að hafa vit á því að efla strandríkjasamvinnu okkar við Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn til að mæta nýjum tækifærum. En auðvitað þarf að innrétta embættismannaliðið upp á nýtt sem nagað hefur þröskuldinn í Brussel síðustu ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir eru náttúrlega orðnir tannlausir af þröskuldsnarti undanfarinna ára.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 20:01

2 identicon

Evrópusambandið og myntbandalagið, er sem rjúkandi rúst þessa dagana,og ráðamenn þess vita ekki sitt rjúkandi ráð, þrátt fyrir að stærstu Seðlabankar heims hafi hjálpað til með miljarða Evra.

Og það er aldeilis algjörlega óþekkt í mannkynssögunni, bæði hjá mönnum og dýrum að það sé leitað sér skjóls í brennandi húsi, og það á að hvíla þjóðina á þessu ESB rugli, því þjóðin hefur um margt brýnna að hugsa þessa dagana,samanber t.d.

Það er grafalvarlegt ef rétt reynist að Íbúðalánasjóður er að oftaka stórar upphæðir af lánþegum sínum.

gudbjornj.blog.is

Raunveruleikinn með réttri verðtryggingu.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband