Jón Bjarna heldur lífinu í ríkisstjórninni

Forsætisráðherra er verkstjóri ríkisstjórna og á að sjá til þess að stjórnarráðið vinni til gagns fyrir land og þjóð. Jóhanna Sigurðardóttir er með aðrar hugmyndir um hlutverk þess ráðherra er situr í forsæti. Frá borðsenda Jóhönnu eru koma illyrði og hótanir í garð annarra ráðherra.

Forsætisráðherra með yfirsýn og heilbrigða dómgreind myndi þakka sínum sæla fyrir að hafa mann eins og Jón Bjarnason í sínu ráðuneyti. Jón reyndist forspár um heimskulegan leiðangur utanríkisráðherra til Brussel. Jóhanna ætti að stíga fram og þakka Jóni fyrir að bremsa af helförina til Brussel. 

Þá er það Jóni að þakka að hatursatlaga Samfylkingarinnar að landsbyggðinni náði ekki fram að ganga. Jón opnaði öryggisventla í formi standveiða til að taka af innbyggðan þrýsting kvótakerfisins en kom jafnframt í veg fyrir að rauðvínsspekúlantar í 101 Reykjavík fengju að rústa undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar með dómgreindarlausri innköllun kvóta.

Án Jóns Bjarnasonar væri ríkisstjórnin löngu dauð.

 


mbl.is Gagnrýnir framkomu í garð ráðherra harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband