Fátækir Írar, grátandi Ítalir og Íslendingar með krónu

Forsætisráðherra Íra kom fram í sjónvarpi í gær og boðaði fjögurra ára fátæktarástand á eyjunni grænu. Velferðarráðherra Ítala grét í beinni útsendingu vegna niðurskurðar á lífeyrisgreiðslum. Bæði þessi lönd eru lokuð inn í brennandi evrulandi.

Íslendingar standa utan Evrópusambandsins með fullveldi og krónu.

Við getum brugðist við efnahagslegum aðstæðum með því að beita fullveldin og gengi krónunnar í þágu þjóðarinnar. Aðeins kjánar vilja farga bjargráðum Íslendinga. Illu heilli sitja þeir kjánar í ríkisstjórn Íslands nú um stundir.


mbl.is Írar horfi til Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt, höldum áfram með handónýtan gjaldmiðil og rýrum eignir almennings stórkostlega á 10 ára fresti. Hver er hvatinn að spara eða eignast húsnæði, enginn. Á sama tíma blóðmjólkar verðtryggingin almenning stöðugt, við borgum sífellt af lánum okkar um hver mánaðarmót, en lánin hækka alltaf. Hvar á byggðu bóli viðgengst þannig fyrirkomulag nema einmitt hér á Íslandi. Hverju er um að kenna, jú, handónýtum gjaldmiðli og vanhæfum stjórnmálamönnum sem geta stundað óábyrga efnahagsstjórn í skjóli íslensku krónunnar. Þetta er þín draumsýn Páll, en líklega tilheyrir þú ekki ungu kynslóðinni sem situr fastur í skuldaánauð það sem eftir er ævinnar. Svona er nú sýn manna ólík á lífið og tilveruna.

Þórður (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 09:46

2 identicon

Já, einmitt. Losnum við þessa handónýtu stjórnmálamenn með því að fara inn í enn stærra batterí með ennþá fleiri handónýtum stjórnmálamönnum. Þá fyrst verður fjör.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 09:50

3 Smámynd: Umrenningur

@ Þórður (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 09:46

Að kenna krónunni um slakt efnahagsástand er jafn gáfulegt og að kenna sögini um ef þú sagar af þér fingurinn. Gjaldmiðill hvort sem hann er kallaður króna, evra, dalur eða yen er verkfæri rétt eins og sög eða hamar. Það hefur aldrei þótt mikill manndómur í því að kenna verkfærum um eigin mistök eða vankunnáttu.

Umrenningur, 5.12.2011 kl. 10:11

4 identicon

Já Umrenningur, þegar sögin er léleg þá kennir þú henni um. Öll saga okkar segir að krónan sé léleg og þá breytir litlu hvernig efnahagsstjórnin er. Lélegt verkfæri jafngildir lélegum árangri. Spurningin er bara hvort niðurstaðan sé "mikið léleg" eða "lítið léleg".

Páll (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 10:23

5 identicon

Þórður, ég tilheyri þessari ungu kynslóð sem þú talar um, en engu að síður tek ég undir með Páli. Það er vel hægt að nota krónuna rétt, það bara hefur ekki verið gert. Í stað þess að segja að við séum með ónýtan gjaldmiðil væri réttara að segja að við séum með ónýta leiðtoga.

ESB færir okkur gjaldmiðil sem er rétt að hefja dauðaferil sinn og yfirstjórn sem, samkvæmt nýlegum yfirlýsingum, vill svipta okkur öllu sjálfræði. Það er nú meiri glæsta framtíðin þar, maður. Þú gætir kastað krónunni á meðan þú æfir þýska framburðinn með hælana klessta saman.

Jón Flón (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 10:33

6 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Mikið er sorglegt að lesa þessar athugasemdir. Afhverju er gjaldmiðillinn nefndur

fé á okkar tungumáli alveg eins og búfé. Hafið þið ekki tekið eftir því að þau efrulönd sem verst eru stödd hafa öll nær eigöngu Ferðaþjónustu sem aðal

atvinnuveg og hafa þurft að skuldsetja sig upp í topp til að eiga fyrir rekstri.

Þjónusta hefur aldrei reynst arðbær. Og ein vísbendig til, Forsætisráðherr okkar

var hársbreid frá því að valda stórslysi sem félagsmálaráðherra í Viðeyjarsjórninni

þegar hún pretaði pening til að eiga fyrir rekstri Húsnæðismálastofnun. Krónan

féll 20% um leið og fyrsta Húsbréfið var afgreit yfir borðið.

Hva ætli gefi PENIGASEÐLI verðgildi? Landsframleiðslan.

Leifur Þorsteinsson, 5.12.2011 kl. 10:59

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þórður, hvað viltu í staðinn? Einhverjar tillögur? Endilega komdu með þær rökstuddar.

Ég get ekki ýmindað mér að þú eigir við upptöku Evru, en ndilega komdu okkur á óvart. Það gætu orði athyglisverð skoðanaskipti út úr því.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2011 kl. 11:12

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"ímyndað" á að sjálfsögðu að standa þarna. Veit ekki hvernig í ósköpunum þetta skeði.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2011 kl. 11:16

9 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Jón Steinar .

Verðgildi fés (peninga) hefur allt frá því að menn hættu að nota silfur

eða gera mynt úr gulli og gefa út pappirs seðla sem á stóð magn þess

sem hægt var að fá út að verðmætum hjá þeim sem kvittaði upp á, á

seðlinum. Fyrstu íslensku seðlarnir vor hinir svo kölluðu brauð peningar

hver seðill var að verðgildi eins punds af bökuðu brauði eða tilsvarandi

verðgild annars varnings. Talsmátinn fyrr á tímum segir dáítið um hvað

viðmið gyltu, pund sterlings, eitt lamb, þrír fiskar, o,s,fv.

Verð gildi peninga seðils fer eftir því hvort útgefandinn á það verðgildi

sem á pappírssneplinum stendur, ef ekki þá felldur gengi seðilsins sem

samsvarar auði útgefandans.

Ef okkar litla land ætlar að nota seðla útgefna af öðrum (t.d. Evru) fáum

við aðeins það sem okkar eigin landsframleiðsla stendur undir. Þurfum

við meira verðum við að fá að láni. Þetta er vandi þeirra Evru ríkja sem

nú standa með allt niður um sig.

Verðgildi gjaldmiðils er einslags Náttúrulögmál sem ekki er hægt að snið-

ganga, sama hversu snjallir hagfræðmenn kunna að skrifa og plotta.

Að hverfa inní samband Evropu Þjóða mundi orsaka það að okkar

300Þúsund manna þjóð Hyrfi á áratug eður tvem og landið yrði nýtt sem

evropu nýleda í upprunalegri merkingu þess orðs.

Leifur Þorsteinsson, 5.12.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband