Ísland inn í óreiðu sem Tyrkir forðast

Samfylkingarhluti ríkisvaldsins heldur umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til streitu þótt efnahagsleg og pólitísk upplausn leiki sambandið grátt. Tyrkir litu í áratugi til ESB sem mikilvægasta áfangann í nútímavæðingu sinni eru orðni afhuga aðild.

Óreiðin í Evrópusambandinu mun ekki hjaðna á næstu árum. Hvort heldur sem er að myntbandalag 17 af 27 ríkjum sambandsins mun lifa eða deyja verða hörð átök milli þjóða um hverjir eigi að borga skuldafjallið sem evran skilur eftir sig. 

Tyrkir vilja ekki inn í óreiðubandalagið. Og ef við lítum okkur nær þá er stuðningur við Evrópusambandið í Noregi svo lítill að félag aðilarsinna þar í landi er við það að leggja upp laupana.

Á Íslandi sitjum við uppi með stjórnvöld ætla að fórna hagsmunum og velferð þjóarinnar á altari Evrópusambandsins.


mbl.is Tyrkir að missa áhugann á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upplausnin býður upp á endalok lýðræðisins. Sá möguleiki heillar suma.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband