Föstudagur, 2. desember 2011
Jón Bjarna er ESB-andstaða Vg í ríkisstjórn
Merkel kanslari Þýskalands sagði í dag að skuldakreppa Evrópusambandsins verður ekki leyst nema á mörgum árum. Þetta var síðasti nagli í líkkistu málsstaðar aðildarsinna á Íslandi sem vonuðst eftir því að skuldakreppunni létti brátt með betri tíð og blóm í haga fyrir aðildarumsókn Íslands.
Umsókn Íslands er dauðadæmd og þeir sem bera ábyrgð á henni munu ekki sjá til pólitískrar sólar um háa herrans tíð. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 13,5 prósent fylgi í síðustu könnun og er við það að fá staðfestu sem smáflokkur. Pólitískt geðklofaástand flokksins, að vera í orði á móti aðild Íslands að ESB en vinna að aðild á borði, lemur fylgi flokksins niður.
Verði Jóni Bjarnasyni fórnað er síðasta hálmstrá Vinstri grænna farið: Jóhanna Sig. og Össur hafa rækilega auglýst að Jón verði að víkja vegna andstöðu hans við aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu.
Gangi þingflokkur Vinstri grænna erinda forystu Samfylkingar í þessu máli má allt eins pakka saman og leggja flokkinn niður.
Stendur fyrir andstöðu við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
allavega heyrist lítið í málpípum VG eftir útreiðina í síðasta þjóðarpúlsi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 16:27
VG áttu heimskulegasta stjórnarsáttmála allra tíma með að bera ábyrgð á ESB og Icesave þóknun Baugsfylkingarinnar. Aumingjaskapur ræfils Steingríms J. verður örugglega aldrei toppaður þó svo að ansi margir í núverandi stjórnarflokkum eigi tilkall til titilsins.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 17:02
Já, þau geta lagt VG niður. Jón heldur þeim á floti og fæst þeirra skilja það. Þau ætla að fórna fullveldinu og mönnum fyrir flokk með skítlegt eðli. Ætla, já, en þeim mun mistakast að fórna fullveldinu þó þau geti kannski níðst á Jóni um sinn.
Elle_, 2.12.2011 kl. 18:59
Er ekki ágætt að launaðir áróðursmenn kvótagreifa og eigendafélags bænda séu að kasta skít á fólk sem hefur séð að sér og veit að Páll Vilhjálmsson og vildar vinir öskri hátt ???
Annars er ekkert merkilegt sem kemur fram hjá Páli Vilhjálmssyni !
Hann hefur valið sér vini við hæfi, að vísu fyrir greiðslu !!!
JR (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 19:20
Hvaða vini? Það má gagnrýna slæma stjórnmálaflokka harkalega en spurning hvað vinnandi bændur hafa verið sekir um.
Elle_, 2.12.2011 kl. 19:35
Páll samkvæmt útreikningum á bloggi Marínós G. Njálssonar mælist VG ekki nema með 9.5 Sjá hér þegar rýnt er í tölurnar og sagt það sem ekki kom fram.Fékk upplýsingar frá Capacent um nánari skiptingu á svörum. Raunveruleg staða er núna (og það nánast óbreytt frá síðustu mánaðarmótum):
26,5% Sjálfstæðisflokkur
15,4% Samfylking
15,0% Skila auðu/ætla ekki að kjósa
15,0% Taka ekki afstöðu
10,5% Framsókn
9,5% VG
8,5% Aðrir/Hreyfingin
Nær 40% vilja ekki tilgreina neinn af fjórflokkunum svokölluðu. Svipað og síðast.
Það er nefnilega hægt að toga og teygja skoðanakannanir eins og kostendur vilja upp að vissu marki allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2011 kl. 20:50
VG er greinilega á góðri leið með að þurrka sjálfan sig út.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 21:09
Hey, komon, er enginn að lesa Egil Helga hérna?
Hann er búinn að segja okkur þetta allt í dag.
Búinn að stoppa blogg og málshöfðanir einhverra aumingja í Svíþjóð.
Núna segir hann okkur hvernig ESB mun þróast.
Hann veit þetta allt, hann Egill.
Nema hvað.
Ríkisumræðustjórinn.
Löggan í umræðunni.
Frábært að geta treyst á hann.
Vonandi fer hann á þing.
Rósa (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 23:13
,,Hvaða vini? Það má gagnrýna slæma stjórnmálaflokka harkalega en spurning hvað vinnandi bændur hafa verið sekir um. "
Alveg rétt hjá þér Elle Ericson, venjulegur bóndi á ekkert illt skilið !
En ef þú veist það ekki, að sá einstaklingur sem er með þessa vefsíðu, er á launum hjá eigendafélagi bænda og kvóta eigendum
Eigendafélag bænda hefur ekkert með venjulegan bónda að gera !
Þetta er elíta sem hugsar um sitt rassgat fyrst, með milljónum í laun !
Sjáðu formanninn ykkar , sem býr með tvær stóriðjur í túninu heima hjá sér, en vill ekki standa með öðrum bændum í nábýli við sig til að fá vitrænar mælingar um gróðurinn í túninu á jörðunum þeirra !!!!!
Bændurnir í nábýli við formanninn ykkar vilja fá vissu fyrir því að gróðirinn sé í lagi fyrir sínar skepnur svo afurðinar verði ekki teknar af markaði !!!
JR (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 23:16
Góði JR. má fólk ekki þéna peninga,eða eiga,hvernig er þetta með þig eylíflega að ráskast eða geta þer til um laun manna. Viltu að ríkið sanki að sér þjóðarauði,liggi á þeim til að deila og drottna,eins og sagt er. Þeir láta sér ekki muna um að þiggja "frillulaun" frá €sb. til að neyða þjóðina á bálköstinn,sem þeir hafa hlaðið og kveikt í.Ekki fara þessi stjórnvöld eftir lögum,um að greiða af þessu virðisauka skatt. Dettur þér í hug að þeir viti ekki, þótt galnir séu,að hér eru auðlindir sem þeir ásælast. Við fullvalda Íslendingar ætlum að halda í eigur okkar. Þið skuluð ekki komast nær,en þetta við vitum af biturri reynslu,að slóttugheitin með stuðningi Brussel vinna á fullu.Þess vegna ætla mín samtök að stoppa ykkur því ef til þjóðaratkvæða kemur er Esb. óðara komið með her á okkar grund,því spái ég,trúi að það sé satt.
Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2011 kl. 00:50
Bændur hafa fengið skerfinn sinn Elle,þeir ættu að vera stikkfrí,því þeir mala ekki gull. Hjá aðildarsinnum er það vítavert að þéna,nema af stuldi,enda verða þeir voldugir af því. Ey lífið ætti að gera okkur fersk og baráttuglöð til eilífðar.
Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2011 kl. 01:49
JR er dæmigerði kjósandinn sem hefnir sín á einhverjum nonna í kjörklefanum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 09:34
Mér er sama hvernir borga hverjum hvað. Ég fer eftir röksemdum og því sem ég sjálf get svarað upp á. Og Páll er meira sannfærandi með sína sín á Ísland og íslendinga en þeir sem reyna að verja ESB og okkar inntroðslu þangað inn. Ég hef svo mikla skömm á slíkum einstaklingum. Og þeirra mun verða minnst í sögunni sem þjóðníðinga ekkert minna en það, og því meira sem þeir hafa lagt á sig við að svíkja land sitt og þjóð, því verri verður dómurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 10:19
Eg velti fyrir mer hvað veirann heitir sem buið hefur um sigi heilabúi þeirra sem ennþá röfla um ESB ...........Hún er örugglega illvig og þyrfti kanski nánari skoðunar við ?..Þvi hún virðist vinna gegn öllum rökum og skynsemi og ansi eitruð og tilbuin að fórna öllu fyrir ..?? ja ef þeir vissu það sjálfir sem garga hæðst !...en það er nú ekki svo vel ..þvi ekki geta þeir sömu synt framá neitt sem gæti fært þessu landi neitt , nema meiri eymd og volæði ,við að ganga inn i það "VONLAUSA" !!
Ransý (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 10:31
Ætli hún heiti ekki bara Eðlið Sekan Bítur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2011 kl. 10:39
JR, hvað meinarðu með eftirfarandi: >Sjáðu formanninn ykkar , sem býr með tvær stóriðjur í túninu heima - - - < Þú sagðir YKKAR. Ætlar þú nú að stimpla mig inn í stjórnmálaflokk eins og nokkrir hafa ranglega gert í blogginu og skringilega alltaf inn í Sjálfstæðisflokkinn? Vildi í alvöru að þú svaraðir hvað þú meintir með YKKAR.
Þú stimplaðir líka Guðmund Jónas nokkrum sinnum inn í Sjálfstæðisflokkinn þó hann hafi OFT sagt openberlega að hann hafi aldrei kosið hann. Þú hefur stimplað Pál inn í Sjálfstæðisflokkinn þó hann hafi OFT sagt openberlega að hann hafi, eins og ég, kosið VG síðast.
Elle_, 3.12.2011 kl. 14:05
Merkilegt hvað JR er sí-stimplandi fólk inn í flokka. Hann hefur stundað þetta lengi og hlustar ekki þó menn segist ekki vera tengdir flokknum á neinn hátt. Nei, hann veit víst betur hvar menn eru í stjórnmálum. Skringilegt líka að það skuli ALLTAF vera STUÐNINGSMENN Jóhönnuflokksins sem gera þetta. Það er orðin árátta hjá þessu liði að ljúga menn inn í flokka.
Elle_, 3.12.2011 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.