Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
ESB-dauði Samfylkingar yfirvofandi
Willem Buiter hjá Citigroup er hollenskur stórvesír í hagfræði og ESB-sinni og bjartsýnn á framtíð Evrópusambandins. Hann spáir að kreppan á evru-svæðinu endist í áratug. Peter Boone og Simon Johnson eru hagfræðingar í heimsklassa; þeir spá evru-svæðinu ragnarökum.
Hvort heldur sem er að Evrópusambandið verði efnahagslegur krypplingur eða liðist í sundur er pólitískt óhugsandi að nokkur þjóð íhugi svo mikið sem að ganga í sambandið. Jú, bíðum við, undir forystu samfylkingarhluta íslenska ríkisvaldsins er lýðveldið Ísland í aðlögunarviðræðum við téð samband.
Samfylkingin er Evrópusambandið á Íslandi. Þegar gengið verður næst til kosninga hér á landi verða þrír íslenskir flokkar í framboði og Evrópusambandið. Og helsti talsmaður Evrópusambandsins á Íslandi verður Össur Skarphéðinsson. Brilljant.
Lækkun í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ljótt að verða vitni að rýtingsstungunum innan ríkisstjórnarinnar.
Hvernig Jóhanna stjórnar sýnir öllum sem vilja sjá að félagi hennar Steingrímur og hún eru ekki sérlega vönd að meðulum. Hefðu þau verið aðeins fyrr uppi hefðu þau brent fólk á báli með sorg í hjarta og glott á vör.
Magnað hvað kratar eru lítið hrifnir af að taka tillit til heilbrigðar skynsemi í ESB málum sem öðrum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 10:59
Þurfum við Þjóðin ekki með einhverjum ráðum að fara að bola Ríkisstjórninni frá?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.