Vinstri grænir samfylkingarvæddir

Jón Bjarnason er handhafi pólitískrar samvisku Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hann er eini ráðherra Vinstri grænna sem fylgt hefur flokkssamþykktum um að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins og að umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins geti ekki falið í sér aðlögun stjórnkerfisins að ESB.

Verði Jón rekinn úr ríkisstjórninni með ofbeldi Steingríms J. og Björns Vals er Vinstri grænum allar bjargir bannaðar í næstu kosningum. Jón stendur í vegi fyrir samfylkingarvæðingu Vinstri grænna.

Vinstrihreyfingin grænt framboð er við það að moka sjálfu sér á ruslahaug sögunnar. Formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, sýndi af sér Jesúkomplexa síðast þegar verulega tók í - við Icesave-klúðrið. Þá talaði formaðurinn eins og sjálfur ætlaði að borga Icesave-reikninginn, meðan ,,lífsandinn höktir í nösunum á mér."

Maður sem hneigist til pólitískrar léttgeggjunar gæti látið sér detta í hug að eftir samfylkingarvæðingu Vinstri grænna þurfi bræðslan á nýjum formanni að halda sem hvorki er trúður né gamalmenni. ESSASÚ, Þistilfjarðarpiltur?


mbl.is Sjávarútvegsráðherra á útleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæluríkið er í augsýn. Öreigar allra landa sameinast í ESB. Yfirstéttinn gúffar í sig kavíar og skálar í kampavíni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 12:02

2 identicon

7 af 9 lífum stjórnarinnar farin

en því miður gætu lífin orðið 9 1/2 ef Guðmundur Steingríms fær ráðherrastól.

Grimur (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 12:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara eitt orð yfir þessa stjórnsýslu Jóhönnu Skömm.  Hún skeytir hvorki um skömm né heiður algjörlega komin tími á að hún fari frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2011 kl. 14:22

4 identicon

Það er rétt hjá þér að Steingrímur J. Sigfússon er búinn að skíta upp á bak undanfarin misseri og svíkja allt það sem maður áleit hann standa fyrir. En þegar betur er að gáð er þetta sami Steingrímur sem stóð með þeim stríðsglæpamönnum Íslans sem skömtuðu sér sjálfum betri eftirlaun en sögur fara af í vestrænum löndum. Þetta gerði hann því hann græddi pínulítið sjálfur. Ég eins og svo margir aðrir sem höfðum trúað á Steingrím ákváðum að fyrirgefa honum og langaði að trúa að þetta hefði verið gert í einhverjum óvitaskap, en nú vitum við betur og það er rétt að skósveinn hans og lettapiltur, gítarsræfilsglamrarinn úr Stýrimannaskólanum hafur hjálpað mér til að galopna augun og sjá þennan léttadreng íhaldsins í réttu ljósi. Næst held ég að Steingrímur eigi betra líf í flokki spillingar og sérhagsmuna og held að hann geti vel snúið sínu kvæði í kross og hætt þessu falsi og gengið í Sjálfstæðisflokkin því þar á bæ eru menn sem vilja hafa foringja sem deila og drottna.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband