Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
ESB undanþegið íslenskum lögum
Myrkraverk samfylkingarhluta ríkisvaldsins halda áfram. Evrópusambandið ætlar sér undanþágu frá íslenskum lögum á meðan að aðlögunarferli Íslands stendur að regluverki sambandsins. Peningar sem Evrópusambandið kemur með inn í landið að kaupa sér velvild skulu undanþegnir sköttum.
Evrópusambandið kemur fram við Ísland eins og það sé orðið lénsríki Brussel og eigi að taka við fyrirskipunum þaðan um hvernig kaupin skuli gerast á eyrinni hér á landi.
Inngrip Evrópusambandsins inn í lög og reglur sem gilda hér á landi eru aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Elítan í Brussel er sannfærð um að hún ein kunni til verka í stjórnsýslu. Þrátt fyrir að stærsta verkefni elítunnar, evran, standi í björtu báli er sannfæringin í Brussel sú að ,,meira af ESB" sé lausnin á þeim vanda sem einmitt ESB hefur sjálf búið til.
Og hér á landi hleypur samfylkingarstóðið til þegar Brussel blístrar.
IPA-styrkþegar fá undanþágu frá skattalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.