Laugardagur, 26. nóvember 2011
Kínversk slit Jóhönnustjórnar
Það væri eftir öðru að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. yrði að segja af sér vegna þess að Samfylkingin vill selja kínverskum auðmanna prósentuhlut af Íslandi en Vinstri grænir ekki. Árni Páll hótar stjórnarslitum og Sigmundur Ernir lætur eins og frekt smábarn sem búið er að taka nammið frá.
Hvort sem stjórnin lifir eða deyr vegna Kínamálsins er rækilega búið að auglýsa að bláþráðurinn er að trosna.
Ríkisstjórnin er aðeins að nafninu til við stjórnvölinn - hún hrekst undan veðri og vindum.
Vekur spurningar um samstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt og messaguttar með skeifu,eins og Sigmundur Ernir sendir til að klaga.
Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2011 kl. 01:09
Skoðanakönnun um Nupomálið á DV.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 01:34
Æ væri það ekki bara allt í lagi þó þessi þreytta ríkisstjórn spryngi? Samt spurnig um hvað tæki við í framhaldinu...
Skúli (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 01:41
Það skal aldrei verða verra,til þess hefur Jóhönnustjórn séð.
Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2011 kl. 03:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.