Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Hæstiréttur bregst tjáningarfrelsinu
Ekkert nema full sýkna var við hæfi í máli auðmannsins Pálma Haraldssonar gegn Svavari Halldórssyni fréttamanni. Hæstiréttur bregst tjáningarfrelsinu með því að finna flugufót fyrir stefnu Pálma og veita honum út á það 200 þús. kr í miskabætur.
Það er eins og Hæstiréttur skammist sín því Pálma var gert að greiða tveim öðrum RÚV-urum 600 þús. kr. í málskostnað.
Það er ótækt að auðmönnum líðist að stefna manni og öðrum til að þagga niður umfjöllun um athafnaskáldin síljúgandi.
![]() |
Ein ummæli í fréttinni ómerkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn hefur tekið hér undir. Loksins þegar við fengum góða mynd,vel rökstudda af framferði auðmanna,dæmir hæstiréttur fréttamanninn Svavar Halldórsson til greiðslu miskabóta,fyrir þá frétt. Svavar gæti svikið heimildarmann sinn,en gerir það ekki,það sannar heiðarleika hans,einnig að hægt er að treysta honum.
Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2011 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.