Allt á uppleið á Íslandi - nema siðferði og stjórnmál

Hrunið tók með sér froðuhagkerfið og efsta lagið af auðmönnunum sem bjuggu til froðuna. Eftir stóðu traustar undirstöður framleiðslu og þjónustuhagkerfis sem ásamt guðs blessaðri krónunni réttu þjóðarskútuna af.

Úr því sem komið munu ekki einu sinni vond stjórnvöld klúðra efnahagsbatanum. Á hinn bóginn er langt í land að  siðferðislegur kompás þjóðarinnar finni stefnu í samræmi við breyttan veruleik. Frekjusiðferði útrásar tröllríður enn húsum.

Og í stjórnmálum erum við rétt að hefja endurreisnina.


mbl.is Batnandi horfur að mati S&P
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ESA er farið að rannsaka dekur Steingríms við fjármálafyrirtækin og rafvirkinn minn farinn að borga auðlegðarskatt þá veltir maður fyrir sér framhaldinu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 08:55

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, það er grunnforsenda velferðar í þessu landi, að siðferðisvæða stjórnunina. Ef það verður ekki gert, munu hamfara-hörmungar misréttis og spillingar halda áfram að vaxa og dafna með tortímandi afleiðingum. Það tapa allir á slíkum spillingar-stjórnháttum, sem viðgengist hafa hér og gera enn.

Þeir sem eru siðferðislega brenglaðir valdasjúklingar, sjá ekki hættuna á stórslysum og hamförum, sem slíkri afbrotahegðun fylgir. Ábyrgðarleysið er vítavert!!!

Og þeir sem ræningja-hamförunum valda, hafa komist upp með að sleppa við að taka ábyrgð á sínum eigin alvarlegu afbrotum. Slíkt ó-réttarkerfi ýtir undir frekari spillingu.

Það dugar ekkert minna en samtakamáttur og samstaða almúgans, til að breyta þessu gjörspillta og siðferðislega brenglaða glæpakerfi. Að flokka fólk í hagsmuna-flokka er tortímandi sundrungar-kerfi, sem ekki á nokkurn rétt á sér í svona réttlausu spillingarlandi.

Ef almenningur gerir ekkert í málunum núna verður baráttan enn erfiðari seinna, sem við munum óhjákvæmilega verða að taka að lokum. Því lengur sem þetta ástand fær að vera óáreitt, því erfiðara verður að taka á þessum málum. Ætlum við að bíða eftir því? Hefur einhver þrek til þess að bíða með baráttuaðgerðir?

Þeir sem ekki hafa þrek, vilja og möguleika núna til að berjast gegn brengluninni, munu enn síður hafa burði til þess seinna. Það kemur enginn Íslands né ESB-frelsari og reddar þessu fyrir okkur, heldur verðum við að berjast sjálf.

Og umfram allt verðum við að standa ó-flokkuð saman í baráttunni gegn glæpsamlega mútuðum minnihlutanum, sem gengur erinda glæpamanna, banka og lífeyrissjóða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekkert að marka matsfyrirtækin, hvorki S&P, Moody's né nokkurt annað. Það ættum við að vera búin að læra, því þessi matsfyrirtæki töluðu upp of-fjárfestingar, bæði hér á landi og víðar í veröldinni, með lyga-"spádómum"!!!

Það eru þessi glæpa-matsfyrirtæki sem eru látin búa til kreppur heimsins, til að glæpaklíka heimsins (1%) geti hagnast á stýrðum "spá"-kreppunum, á kostnað 99% heiðarlegs vinnandi fólks í heiminum!!!

Látum ekki blekkjast aftur kæra fólk!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2011 kl. 11:39

4 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Anna Sigríður.  Það voru líka matsfyrirtækin sem hótuðu öllu illu ef við ekki borguðum ólögvarða kröfu 2ja evrópskra velda og E-sambandsins. 

Það var Magnús Þorri í Jóhönnuflokknum sem gerði sig að fífli þar sem hann stóð í alþingi og æpti ´matsfyrirtækin´ hitt og ´matsfyrirtækin´ þetta og ´ísöld´ ef við ekki sættumst á kúgunarsamninginn, og meðhlauparar flokksins tóku undir í kór. 

Við vorum heppin að vera með forseta sem skildi og þorði að standa gegn þeim. 

Elle_, 24.11.2011 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband