Sigurður G.: djöfullinn og biblían

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og handlangari Jóns Ásgeirs Jóhannssonar Baugsstjóra er álíka trúverðugur sem álitsgjafi um fjármálalegt siðferði og kölski er um guðsorð.

Hér skal ekkert sagt um sekt eða sýknu forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hitt er kristaltært:

Kastljós sem fær álit Sigurðar G. um fjármálasiðferði er þjakað af botnlausum dómgreindarskorti.

 


mbl.is „Óheft mannorðsmorð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.

Mikið er þetta skelfilega satt hjá þér.

Er lögfræðingastéttin virikilega svona illa stödd að ekki sé betra til?

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Heyr Heyr. Orðið "Viðbjóður" er alltof gott yfir þetta ógeðslega viðrini sem Sigurður G. er.

Guðmundur Pétursson, 18.11.2011 kl. 19:01

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kastljós var ekki að leita eftir sannleikanum. Umfjöllunin var of á einn veg til að svo væri.

Engu að síður hljómar hugtakið "óvirkur stjórnarmaður" ekki ósviðað og bólusótt án afleiðinga og því full ástæða til að skoða það betur.

Ragnhildur Kolka, 18.11.2011 kl. 19:08

4 identicon

Góður ...

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 19:40

5 identicon

Hélt að þetta vær brandari hjá Kastljósi að Sigurður yrði álitgjafi þeirra um Gunnar Andersen.Væri svipað og lögmaður stórglæpamanns væri spurður um hæfi rannsakenda sjálfsögðu mundi hann draga hæfni þeirra í efa.

Raunsær (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 20:13

6 identicon

Þetta á að hafa verið 2001, þá er Landsbankinn ríkisbanki, og ekkert var ólöglegt við það að stofna þessi félög,og Landsbankinn átti þessi félög, og færði fjármun til þeirra,virkur stjórnandi, óvirkur, kem ekki auga á hið saknæma í þessu máli. Því er spurt hvað var saknæmt, get ekki fundið það?

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 20:41

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er alveg fáranlegur málatilbúnaður. Það eru til mellupennar eins og Tryggvi Þór og það eru til mellu "lögfræðingar" eins og viðrinið hann Siggi G.

Guðmundur Pétursson, 18.11.2011 kl. 21:44

8 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hefði verið algjört lágmark hjá Kastljósfólki að geta hverra erinda og aðila Sigurður G. talar fyrir og ver.    Annað hvort í upphafi, eða endi.

P.Valdimar Guðjónsson, 18.11.2011 kl. 22:14

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

"Sekt eða sýkna"  Páll ? Hver var glæpurinn, spurði maðurinn.   Kannski hefur sáldrast kusk á flibba, sem leysa þarf úr, kannski ekki.    Má samt bíða betri tíma á meðan aðrir fyrningarfrestir nær í tíma, formi og rúmi  brenna upp. 

Þessum aðila til málsbóta verður alltaf sú staðreynd að hann "stóð upp" úr stjórnunarstöðu hjá bankanum þegar ljóst varð að Samson myndi eignast bankann.  Minnir líka að hann hafi haft einhver orð um þá gaura og hvers vegna hann vildi ekki vinna fyrir þá.

Í útlenskri skýrslu um daginn var tíundað með ákveðnum meðaumkunartón að í stöðu Sérstaks saksóknara hafi verið ráðinn óreyndur maður í fjárhagsbrotum.  Við vitum hvers vegna; og því hefur sérstaki notið alls vafa, virðingar og umburðarlyndis vegna þess að hann var sá eini sem "þorði" í starfið.

Í stöðu forstjóra FME þurfti að ráða sprækan mann, með hreint sakavottorð, flekklaust mannorð og hafinn yfir bank"stera" vinnu eftir einkavæðingu, en samt með tiltölulega nýlega þekkingu á bankastarfsemi.  

Það gildir alltaf, að eins manns sekt verður aldrei annars manns vörn, þó  orð eins og "tíðarandi" sé farinn að sjást í varnarræðum og ritum meintra hrunverja.  Enginn er  hafinn yfir lög og réttvísi, alveg sama á hverju gengur.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.11.2011 kl. 05:27

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kastljós var þarna hugsanlega með stórfrétt. Reyndar eru þessar upplýsingar ekki nýjar, en umsjónarmenn Kastljóss sögðust vera með nýjar fréttir af málinu.

Ekki ætla ég að dæma Gunnar Andersson og auðvitað mun ný rannsókn sem stjórn Fjármálaeftirlitsins óskaði eftir skila "góðri" niðurstöðu.

Það er hins vegar dómgreindarleysi þáttastjórnenda sem opinberast vel þarna. Að kalla til Sigurð G eyðileggur málflutninginn að fullu. Hafi umsjónarmenn Kastljóss haft eitthvað um málið að segja, urðu þau orða að engu við val á gesti í þáttinn!!

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2011 kl. 10:08

11 identicon

"Guðmundur 2. Gunnarson" er fábjáninn sem þóttist vera palli á ummælum hjá Illuga Jökulssyni.

Illugi veit hver þú ert, og ég veit hver þú ert.

Tannálfurinn á eftir að gera þig ríkan.

Farðu með faðirvorið.

palli (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband