ESB-aðild: Íslendingar leiguliðar í eigin landi

Embættismenn í Brussel myndu ráða veiðum á Íslandsmiðum ef við yrðum aðilar að Evrópusambandinu. Samningar við önnur ríki, til dæmis Rússa, um veiðar úr deilistofnun færu á forræði framkvæmdastjórnarinnar.

Útlendingum væri heimil fjárfesting í sjávarútvegi á Íslandi, yrðum við aðilar að ESB, og þar með væri réttur þjóðarinnar til fiskimiðanna færður til 500 milljón manna Evrópusambands. 

Íslenskir embættismenn myndu ekki sjá um strandríkjahagsmuni okkar heldur embættismenn í Brussel sem hvorki þekktu haus né sporð á aðstæðum hér á landi.

Kolbeinn Árnason formaður samningahóps um sjávarútvegsmál viðurkennir að Íslendingar verða leiguliðar í eigin landi ef samfylkingarhluti ríkisvaldsins nær sínu fram og gerir Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins. Hafi Kolbeinn þökk fyrir.


mbl.is Öðrum leyft að fjárfesta hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við megum ekki gleyma hvað skeði með Breta en þeir undanskildu landheldi sína í samningunum við ESB en föttuðu ekki að þessar fisk þyrstu þjóðir komu með skip sín til Bretlands og skráðu þau þar og byrjuðu að fiska sem Bretar. Þeir sigldu með fiskin heim til Portúgals og annarra landa.

Valdimar Samúelsson, 18.11.2011 kl. 11:00

2 identicon

Síðan hvanær var brottkast bannað á Íslandi - og hvað er gert við þann afla? Er aflinn nýttur til manneldis, eða hvað?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 12:34

3 identicon

Hvernig tókst ESB og Baugsfylkingunni að klúðra svona illilega málum að ráða svona "óhæfann" mann til starfa og hvað þá að gera hann að formanni samningarnefndarinnar við Evrópusambandið um sjávarútvegsmál...???  Hvað er næsta kjaftshöggið fyrir ESB - einangrunarsinna...???  Fyrst er keyrt yfir þá og síðan bakkað líka.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Í dag er hverjum sem er heimilt að fjárfesta hér í sjávarútvegi í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög upp að 49,9% markinu. Þetta hefur legið fyrir síðan 1996. Þetta vita allir sem eitthvað vilja virta um þessi mál.

Þátt fyrir að þetta hafi legið ljóst fyrir allan þennan tíma hafa engin evrópsk fyrirtæki, svo vitað sé, séð sér hag í að fjárfesta í íslenskri útgerð eða fiskvinnslu. Aðeins eitt kínverskt fyrirtæki sem kunnugt er - sem stjórnað er af Íslendingi.

Af hverju ætli enginn á ESB svæðinu hafi fjárfest í íslenskri útgerð á öllum þessum tíma? Getur verið að það sé vegna þessa að fiskveiði auðlindin er sakvæmt fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna sameign þjóðarinnar. Heimildum sé úthlutað til eins árs i senn sem myndar ekki eignarrétt?

Á sama tíma eru íslenskar útgerðir vítt og breitt að sölsa undir sig evrópskar útgerðir, fiskvinnslur og dreifingarfyrirtæki.

Á hvaða verði eru þessar "íslensku" fiskvinnslur annars að kaupa hráefnið héðan? Getur verið að við séum að tapa meiru á þessu fyrirkomulagi en þó einhverjir útlendingar fengju að veiða hér eitthvað smotterí - gegn gjaldi?

Af hverju ættu annars erlendar útgerðir að koma hingað með skip sín, sem hvorki hafa veiðireynslu hér né nokkrar einustu veiðiheimildir. Þá fá þessar þjóðir, sem við óttumst svo mjög, allan okkar fisk sendan til sín með gámum - ýmist ferskan, frosinn eða saltaðann.... hvað er betra.    

Atli Hermannsson., 19.11.2011 kl. 22:41

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Atli Hermannsson, af hverju heldur þú að Spánverjar bíði í ofvæni eftir því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið?  Það er vegna þess að þegar Brüssel fer að úthluta fiskveiðiheimildum í landhelgi Íslands í stað Íslendinga sjálfra, þá fá þeir sinn bita af kökunni.  Ef þú trúir mér ekki, þá bendi ég á Lissabon sáttmálann þessu til staðfestingar.

Sigríður Jósefsdóttir, 19.11.2011 kl. 23:11

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sigríður. Það er engum fiskveiðiheimildum úthlutað í Brussel. Það gengur þannig fyrir sig; að ICES Alþjóðahafrannsóknarráðið sér um nær allar rannsóknir á fiskstofnum hér í Norður Atlandshafi -  og Hafró er aðili að því. Við eigum meira að segja fulltrúa í ráðgjafaráðinu. ICES leggur tllögur sínar um heildarafla í hverri tegund fyrir The common fisheries policy CFP. Það úthlutar síðan hinum svokölluðum rikjakvótum sem byggjast á veiðireynslu þeirra 8-9 ESB landa sem einhverja veiðireynslu hafa. Þá hefur það aldrei gerst að ríkjakvóti hafi verið tekinn af einu ríki og færður öðru. Svo þú getur alveg verið róleg. 

Hver þjóð sér svo um að deila út sínum ríkjakvótunum eftir því kerfi sem henni hentar. Því munum við eftir inngöngu, sem og hingað, til ráða því hvaða fyrirkomulag við kjósum, hvort heldur kvótakerfi, uppboðskerfi eða dagakerfi að hætti Færeyinga. Og þar sem engin þjóð hefur veðireynslu hér við land eftir að kvótakerfinu var komið á fær engin neitt nema við - ég meina LÍÚ... gremjó.

Þegar fólk fer að bulla um kvótahopp og yfirgang Spánverja. Þá er vert að muna að Spánverjar hafa alla tíð verið umsvifamiklir og með mikla veiðireynslu við strendur Bretlands. Þegar kom að því að deila út takmörkuðum veiðiheimildunum á landgrunni Bretlans kom veiðireynsla Spánverja eðlilega í hlut Spánverja. Og það var ekki, eins og andstæðingar ESB tönglast á, vegna reglna eða skipunar frá Brussel. Heldur grunvallaðist það á því fiskveiðikerfi og þeim úthlutunarreglum sem Bretar höfðu sjálfir kosið sér.

Því varð ekkert "hopp" hjá þeim sem kosið höfðu að hafa annan hátt á við útdeilingu aflaheimilda -  á annars sameiginlegum botnfiskstofnum.       

Atli Hermannsson., 20.11.2011 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband