Föstudagur, 18. nóvember 2011
Bjarni Ben tekur Icesave á ESB-málið
Bjarni Benediktsson flutti ósannfærandi setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í máli málanna, afstöðunni til Evrópusambandsins, er formaðurinn sérstaklega ótrúverðugur. Á síðasta landsfundi markaði Sjálfstæðisflokkurinn skýra stefnu í afstöðunni til umsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild að Evrópusambandinu.
Krafa Sjálfstæðisflokksins er að umsóknin verður afturkölluð. Bjarni Benediktsson tók sér ekki í munn þessa stefnu flokksins fyrr en honum hafði verið tilkynnt mótframboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Þá mundi Bjarni eftir samþykkt landsfundar.
Í setningarræðunni í gær kvaðst Bjarni ætla að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. En formaðurinn bjó sér til Icesave-fyrirvara í ESB-málinu, sem hljóðar svona í setningarræðunni
En ég ítreka það sem ég sagði á síðasta landsfundi: Ef ríkisstjórnin þráast við, og heldur viðræðunum til streitu, er það að sjálfsögðu skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt hvívetna í viðræðuferlinu.
Bjarni Benediktsson sveik í Icesave-málinu. Hann er líklegur til að svíkja í ESB-málinu. Bjarna Benediktssyni er ekki treystandi fyrir formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Verðum að skapa ný verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sárt, en satt.
Jónatan Karlsson, 18.11.2011 kl. 07:38
Hrollvekjandi hótun og það ekki í neinum dulbúningi. Bjarni & Kó hafa sýnt og sannað að þeir hafa enga burði að fella ríkisstjórnina og hvað þá stöðva ESB ruglið, hótar þá að taka þátt eins og í Icesave III og þá að sjálfsögðu að fagna eigin snilld og samþykkja galtóman pakkann með hinum bláu strumpunum. Bjarni fer á kostum sem fyrr. Vonandi hefur landsfundur dug í sér að kjósa sjálfstæðismann í formannsstólinn.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 07:50
Guðmundur 2., hefur þú kosningarétt?
Halldór Jónsson, 18.11.2011 kl. 07:54
Bjarni er að reyna að koma í veg fyrir klofning Flokksins eina.
Treystir á að hefðbundin íslensk stjórnmálahefð - að tala ekki hreint út um hlutina dugi að þessu sinni sem áður.
Sennilega er það rétt hjá honum.
Rósa (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:06
Halldór. Áttu við að þú þá reddað slíkum ef svo væri ekki.. ???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:54
Auðvitað var Bjarni ósannfærandi. Það var með ólíkindum viðtalið við hann í Frjálsri verslun. Ekkert skrítið að því hafi ekki verið flaggað mikið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 09:32
Er það "ískalt hagsmunamat" Bjarna að landa sem bestum aðildarsamningi?
Manni rennur "ískalt hagsmunavatn" milli skinns og hörunds...
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2011 kl. 12:29
Hehe, bláu strumpunum! Góður Guðmundur:)
Ískalt hagsmunamat...
Skúli (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 00:47
Allt of mikil áhersla er lögð á formenn og forystu flokka. Viljum við ekki lýðræði fremur en flokksræði og formannaræði?
Þar fyrir utan er Bjarna Ben ekki treystandi í stjórnmálum eftir ICESAVE3. Maður sem samþykkti kúgunarsamning og hafði fyrir löngu lagt til ríkisábyrgð á ICESAVE? Gegn vilja sjálfrar þjóðarinnar sem hann gerði að engu ásamt samþykkt eigin flokks?? Hvað svíkur maðurinn næst?
Elle_, 19.11.2011 kl. 15:19
er ekki fínt að fá sem besta samning því ef þjóðin verður svo heimsk að samþykkja samninginn þá verður hann allavega sem skárstur.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 17:02
Ná hvaða samningi?? Hvort voru það 90 þúsund eða 150 þúsund blaðsíður af erlendum lögum? NOT NEGOTIABLE og beint inn í FULLVELDISAFSALIÐ.
Elle_, 19.11.2011 kl. 17:40
það er svo findið að NEI sinnar eru hræddir við of góðan samning
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 18:06
Hvaða ´samning´ ertu að meina?? Meinarðu 90 þúsund blaðsíðurnar? Og hvaða ´samning´ erum við hrædd við?? Nei, við óttumst ekki ´samning´, heldur ólögleg yfirráð og yfirtöku.
Og þar fyrir utan höfðu stjórnmálamenn ekki neitt leyfi úr stjórnarskrá eða leyfi þjóðrinnar til að standa í þessari umsókn inn í erlent veldi. Við getum eins vel sótt um yfirtöku Kína, Kúbu eða Rússlands. Það á að draga óleyfilega og ólýðræðislega ruglið til baka núna STRAX.
Elle_, 19.11.2011 kl. 18:38
Þið eruð hrædd við vilja þjóðarinnar.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 18:46
NEI. Við viljum að farið verði að lögum og eftir stjórnarskrá.
Elle_, 19.11.2011 kl. 19:08
Eru einhverjir að brjóta lög hérna?
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 20:18
Lögin í landinu eru bundin við stjórnarskrána og stjórnarskráin leyfir ekki fullveldisafsal til erlends valds. Leggðu bara saman 2 og 2.
Elle_, 19.11.2011 kl. 21:00
Vorum við þá að þverbrjóta stjórnarskránna með EES samnignum.
Og kannski samningum við AGS.
Þvælan veltur uppúr ykkur.
Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 21:14
JÁ, lygaþvælan veltur upp úr ykkur. Vonandi nennir e-r annar að þrasa við þig.
Elle_, 19.11.2011 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.