Bjarni Ben tekur Icesave á ESB-málið

Bjarni Benediktsson flutti ósannfærandi setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í máli málanna, afstöðunni til Evrópusambandsins, er formaðurinn sérstaklega ótrúverðugur. Á síðasta landsfundi markaði Sjálfstæðisflokkurinn skýra stefnu í afstöðunni til umsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild að Evrópusambandinu.

Krafa Sjálfstæðisflokksins er að umsóknin verður afturkölluð. Bjarni Benediktsson tók sér ekki í munn þessa stefnu flokksins fyrr en honum hafði verið tilkynnt mótframboð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Þá mundi Bjarni eftir samþykkt landsfundar.

Í setningarræðunni í gær kvaðst Bjarni ætla að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. En formaðurinn bjó sér til Icesave-fyrirvara í ESB-málinu, sem hljóðar svona í setningarræðunni

En ég ítreka það sem ég sagði á síðasta landsfundi: Ef ríkisstjórnin þráast við, og heldur viðræðunum til streitu, er það að sjálfsögðu skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt hvívetna í viðræðuferlinu.

Bjarni Benediktsson sveik í Icesave-málinu. Hann er líklegur til að svíkja í ESB-málinu. Bjarna Benediktssyni er ekki treystandi fyrir formennsku í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sárt, en satt.

Jónatan Karlsson, 18.11.2011 kl. 07:38

2 identicon

Hrollvekjandi hótun og það ekki í neinum dulbúningi.  Bjarni & Kó hafa sýnt og sannað að þeir hafa enga burði að fella ríkisstjórnina og hvað þá stöðva ESB ruglið, hótar þá að taka þátt eins og í Icesave III og þá að sjálfsögðu að fagna eigin snilld og samþykkja galtóman pakkann með hinum bláu strumpunum.  Bjarni fer á kostum sem fyrr.  Vonandi hefur landsfundur dug í sér að kjósa sjálfstæðismann í formannsstólinn.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 07:50

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðmundur 2., hefur þú kosningarétt?

Halldór Jónsson, 18.11.2011 kl. 07:54

4 identicon

Bjarni er að reyna að koma í veg fyrir klofning Flokksins eina.

Treystir á að hefðbundin íslensk stjórnmálahefð - að tala ekki hreint út um hlutina dugi að þessu sinni sem áður.

Sennilega er það rétt hjá honum. 

Rósa (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:06

5 identicon

Halldór.  Áttu við að þú þá reddað slíkum ef svo væri ekki.. ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:54

6 identicon

Auðvitað var Bjarni ósannfærandi. Það var með ólíkindum viðtalið við hann í Frjálsri verslun. Ekkert skrítið að því hafi ekki verið flaggað mikið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 09:32

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það "ískalt hagsmunamat" Bjarna að landa sem bestum aðildarsamningi?

Manni rennur "ískalt hagsmunavatn" milli skinns og hörunds...

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2011 kl. 12:29

8 identicon

Hehe, bláu strumpunum! Góður Guðmundur:)

Ískalt hagsmunamat...

Skúli (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 00:47

9 Smámynd: Elle_

Allt of mikil áhersla er lögð á formenn og forystu flokka.  Viljum við ekki lýðræði fremur en flokksræði og formannaræði?

Þar fyrir utan er Bjarna Ben ekki treystandi í stjórnmálum eftir ICESAVE3.  Maður sem samþykkti kúgunarsamning og hafði fyrir löngu lagt til ríkisábyrgð á ICESAVE?  Gegn vilja sjálfrar þjóðarinnar sem hann gerði að engu ásamt samþykkt eigin flokks??  Hvað svíkur maðurinn næst?  

Elle_, 19.11.2011 kl. 15:19

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

er ekki fínt að fá sem besta samning því ef þjóðin verður svo heimsk að samþykkja samninginn þá verður hann allavega sem skárstur.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 17:02

11 Smámynd: Elle_

Ná hvaða samningi??  Hvort voru það 90 þúsund eða 150 þúsund blaðsíður af erlendum lögum?  NOT NEGOTIABLE og beint inn í FULLVELDISAFSALIÐ. 

Elle_, 19.11.2011 kl. 17:40

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það er svo findið að NEI sinnar eru hræddir við of góðan samning

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 18:06

13 Smámynd: Elle_

Hvaða ´samning´ ertu að meina??  Meinarðu 90 þúsund blaðsíðurnar?  Og hvaða ´samning´ erum við hrædd við??  Nei, við óttumst ekki ´samning´, heldur ólögleg yfirráð og yfirtöku.

Og þar fyrir utan höfðu stjórnmálamenn ekki neitt leyfi úr stjórnarskrá eða leyfi þjóðrinnar til að standa í þessari umsókn inn í erlent veldi.  Við getum eins vel sótt um yfirtöku Kína, Kúbu eða Rússlands.  Það á að draga óleyfilega og ólýðræðislega ruglið til baka núna STRAX. 

Elle_, 19.11.2011 kl. 18:38

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þið eruð hrædd við vilja þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 18:46

15 Smámynd: Elle_

NEI.  Við viljum að farið verði að lögum og eftir stjórnarskrá.

Elle_, 19.11.2011 kl. 19:08

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eru einhverjir að brjóta lög hérna? 

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 20:18

17 Smámynd: Elle_

Lögin í landinu eru bundin við stjórnarskrána og stjórnarskráin leyfir ekki fullveldisafsal til erlends valds.  Leggðu bara saman 2 og 2. 

Elle_, 19.11.2011 kl. 21:00

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Vorum við þá að þverbrjóta stjórnarskránna með EES samnignum.

Og kannski samningum við AGS.

Þvælan veltur uppúr ykkur.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.11.2011 kl. 21:14

19 Smámynd: Elle_

JÁ, lygaþvælan veltur upp úr ykkur.  Vonandi nennir e-r annar að þrasa við þig.  

Elle_, 19.11.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband