Icesave-rök fyrir ESB-umsókn

Icesave-rökin fyrir ESB-umsókn Ísland er að gefa upp á bátinn íslenska hagsmuni í þágu Evrópusambandsins. Samtök iðnaðarins börðust fyrir því að íslenskir skattgreiðendur tækju á sig ábyrgð á skuldum einkabana og túlkuðu þar sem hagsmuni breskra og hollenskra stjórnvalda.

Þjóðin hafnaði Icesave í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu enda eiga Icesave-sinnar og aðildarsinnar það sameiginlegt að taka ekki nei fyrir svar.

Deilur Íslands við Evrópusambandsins um veiði á deilistofnum myndu sjálfkrafa leggjast af við inngöngu í sambandið - framkvæmdastjórnin í Brussel færi með forræði Íslands í öllum samskiptum við önnur fiskveiðiríki.

Icesave-rökin fyrir ESB-umsókn eru uppgjafarrök.


mbl.is Rætt um viðskiptaþvinganir gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú sýnir ESB sitt rétta andlit, sbr valdaránin í Grikklandi og á Ítalíu þeir eru bara rétt að byrja.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

"Deilur Íslands við Evrópusambandsins um veiði á deilistofnum myndu sjálfkrafa leggjast af við inngöngu í sambandið - framkvæmdastjórnin í Brussel færi með forræði Íslands í öllum samskiptum við önnur fiskveiðiríki."

Athyglisvert mál hjá þér Páll. Nú ert þú helsti Evrópufræðingur landsins. Hvernig skiptast fiskveiðréttindi ESB milli aðildarríkja þess? Og annað þessu tengt: Nú er það svo að veigamestu skilyrði okkar vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB er að réttur okkar eða útgerða okkar verði tryggður til veiða á Íslands miðum og að ESB útgerðum verði ekki hleypt þar inn.  Er það rétt að dæmi séu um að íslenskar útgerðir veði innan fiskveiðilögsögu ESB?

Jón Halldór Guðmundsson, 15.11.2011 kl. 14:08

3 Smámynd: Elle_

Það verður ekkert um neina fiskveiðilögsögu samið - NOT NEGOTIABLE segir í sáttmálum sambandsins - svo inngöngusinnar geta hætt að tala um ´samninga´ og farið að kalla það fullvedissafsal. 

Elle_, 15.11.2011 kl. 15:21

4 identicon

ÉG held að flestir heilvita menn hljóti að sjá hversu mikið glapræði það er að fara inn í ESB, sumir virðast þó því miður algerlega blindir á hættuna sem því fylgir.

Lúðvík Berg Bárðarson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 16:35

5 identicon

Icesave ofbeldið og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum eins og allir ættu að vita og viðurkenna í dag.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband