Mánudagur, 14. nóvember 2011
ESB á bjargbrúninni; kreppa, atvinnuleysi og eymd í boði
Evrópusambandið vegur salt á bjargbrúninni. Falli evran og sambandið í leiðinni verður hávær dynkur og endurreisn í kjölfarið. Verði evrunni bjargað með Stór-Evrópu þar sem þrjár höfuðborgir; París, Brussel og Berlín, ákveða meginatriði fjárlaga allra 17 ríkja evrulands er komið fram stökkbreytt ESB.
Ísland er að rétt úr kútnum eftir hrun. Innganga í Evrópusambandi við ríkjandi aðstæður er ígildi stjórnarfarslegar hryðjuverkastarfsemi. Lífskjör á Íslandi eru betri en að meðaltali í Evrópusambandinu og framtíðarhorfur okkar bjartari.
Samfylkingin og umsóknin um aðild að Evrópusambandinu eru eitt og sama málið. Undir þeim formerkjum fer Samfylkingin í næstu kosningar með þríeina stefnuskrá um kreppu, atvinnuleysi og eymd.
Merkel: Staðan í Evrópu erfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað myndi nú gerast á Íslandi ef ósk þín rætist og ESB hrynur?
Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 21:37
Heill og sæll Páll; sem og gestir þínir, aðrir !
Kristján minn !
Farðu ekki kerfi; ágæti drengur.
Gnægð annarra viðskipta bandalaga; sem okkar bíða : ECO (Fríverzl. bandal. Mið og Suður- Asíu / NAFTA (Kanada - Bandaríkin og Mexíkó) ASEAN Suðaustur- Asíska bandalagið, auk Rússlands - Kína - Indlands, læt þessa upptalningu duga.
Er veröld þín; sem Heimsmynd, eitthvað verulega smá, Kristján minn ?
Með beztu kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 22:30
Manni skilst að líf hafi verið til á jörðinni áður en Evrópusamband 6% jarðarbúa hafi fæðst.
Það kannski leiðréttist ef einhver veit betur..??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.