Samfylkingin stressuð í einangrun

Þrír starfandi stjórnmálaflokkar á alþingi; Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir eru allir andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðeins einn flokkur, Samfylkingin, vill fara með fullveldi Íslands í brunarústirnar í Brussel. Einangrun Samfylkingarinnar í stærsta pólitíska deilumáli seinni tíma stjórnmálasögu tekur sinn toll.

Samfylkingar-Eyjan blandar sér formannskjör Sjálfstæðisflokksins og teiknar upp absúrd fréttaskýringar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að mála sig út í horn.

Evrópusambandið svíður fylgið af Samfylkingunni og trúverðugleikann sömuleiðis. Þegar kemur að næstu kosningum verður flokkur Össurar og Jóhönnu Sig. léttvægur kolamoli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað merkir orðið einangraður,  Páll Vilhjámsson ?

Við hvað er Páll Vilhjálmsson hræddur ?

Er það að verða einangraður ?

Bullið, lygin , ómerkilegt er það sem kemur í hug þegar Páll Vilhjálmsson er nefndur hjá fólki !

JR (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 21:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sá sem skrifar greinina sem þú linkar á Páll, er eitthvað að misskilja hlutina. Hann talar um að Hanna Birna hafi fækkað kostum Sjálfstæðisflokks til stjórnarmyndunarviðræðna.

Hvernig þá? Með því að útiloka stjórnarmyndun með Samfylkingu? Það er ekki fækkun kosta, það er einungis staðfesting á raunveruleikanum. Það mun enginn flokkur, nema hugsanlega VG ef hann fær einhverja þingmenn eftir næstu kosningar, vilja samstarf við Samfylkinguna.

Þessi ummæli Hönnu Birnu útiloka hins vegar Samfylkinguna endanlega frá stjórnarsamstarfi og er það gott!!

Gunnar Heiðarsson, 13.11.2011 kl. 21:32

3 identicon

Einmitt Páll.

Samfylkingar-ESB-EYJAN telja nú í grein sinni að Sjálfsstæðisflokkurinn hafi verið að fækka möguleikum sínum til stjórnarmyndunar, með því að Hanna Birna lýsi því skýrt og skorinort yfir að hún útiloki samstarf við Samfylkinguna vegna ESB veiki flokksforystunnar.

Þá telur ESB-Samfylkingar-Eyjan nú í ESB áróðri sínum að möguleikum Sjálfsstæðisflokksins hafi fækkað.

Ályktanir þeirra eru þvílíkt rugl.

Þeir virðast alls ekki skilja að þessu er algerlega öfugt varið þar sem það eru einmitt möguleikum Samfylkingarinnar til stjórnmálaáhrifa og stjórnarmyndunar sem hefur enn frekar fækkað, með þessari yfirlýsingu Hönnu Birnu.

Nú er Samfylkingin endanlega búinn að mála sig út í horn og er algerlega einangruð með sína ESB sinnuðu pólitík sem nýtur ekki stuðnings neins af hinum íslensku stjórnmálaflokkunum og er auk þess algerlega í berhögg við mikinn meirihluta þjóðarinnar !

En sjálfsblekkinginn er oft síðasta nauðvörnin, í algerlega vonlausri stöðu

Eins og best sést á þessari fréttaskýringu ESB-Samfylkingar EYJUNNAR, þar sem öllum staðreyndum er snúið á hvolf !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 21:46

4 Smámynd: Elle_

Einangraður fantaflokkur á brennandi og sökkvandi fleka.  Stórhátíð verður í bæ og óbyggðum og kátt í kotum daginn sem þau eru sokkin og úr stjórnmálum. 

Elle_, 13.11.2011 kl. 21:50

5 identicon

Hver í ósköpunum hefur áhyggjur af því sem Baugsfylkingin og Baugspennar eins og td. JR hafa að segja..???  Örflokkur sem framdi sitt pólitíska sjálfsmorð með að hindra að þjóðin hefði eitthvað um ESB feigðarflanið að segja í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en að þeir hófu aðlögunina við Brusselslektið og þar með gáfu skít í allar eðlilegar lýðræðisreglur.  Og tala síðan núna að það sé stórkostlegt brot á lýðræði þegar lagt er til að setja aðlögunarferlið á pásu með undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  - Hyski og hálfvitar dauðans...!!!

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:38

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

JR fæi betur að æfa sig á píanó en að vera að hamra einhverjar samhengislausar etíður fyrir vitriol og gall hér á blogginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2011 kl. 23:52

7 identicon

Málið er að Samfylkingin er orðin að öfgaflokknum í íslenskum stjórnmálum. Þau saka aðra um öfga en þau eru sjálf öfgarnar. Að vilja ganga í ESB er orðið að skoðunum á jaðrinum, það eru öfgar. Líka fjölmenningarhyggjan og trúleysið sem á að troða ofan í hálsinn á þjóðinni hvað sem það kostar.

Jónas Karl (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband