Sunnudagur, 13. nóvember 2011
Bretar munu standa utan evrulands
Ef evru-samstarf 17 ríkja af 27 ríkjum Evrópusambandsins mun lifa af kreppuna verður það ekki án stóraukins samruna ríkisvalds þessara 17 ríkja. Þau tíu ESB-ríki sem ekki eru í evru-samstarfi verða þar með klofin frá kjarnasamstarfinu. Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland eru meðal þeirra ríkja sem standa utan evrulands.
Í liðinni viku hittist Evrópuelían á fundi í Varsjá að ræða framtíðarhorfur sambandsins. Samkvæmt Financial Times var einhugur um nauðsyn samruna til að bjarga evrunni og er það í samræmi viðtekna skoðun. Á fundinum var jafnframt bent á að Þjóðverjar myndu tapa bandamönnum eins og Bretum og Norðurlöndunum tveim gangi evrubjörgunin eftir.
Evruland framtíðar verður í reynd ríkið Stór-Evrópa sem jaðarlönd eins og Bretland og Svíþjóð munu ekki eiga aðild að. Enn síður ætti Ísland heima í Stór-Evrópu.
Hrun evrunnar yrði hörmulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gefur þetta Bretum ekki tilefni til að ná aftur til sín valdi í eigin málum? Svo sem dómsmálum og létta á greiðsluskyldu sinni til sambandsins.
Ragnhildur Kolka, 13.11.2011 kl. 16:15
Þetta gæti þýtt að gömlu EFTA ríkin; Bretland, Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland næðu saman aftur með tvíhliða saminga við ESB apparatið.
Hver veit svo nema önnur "ekki-Evru" ríki myndu leita samstarfs við EFTA ríkin?
Kolbrún Hilmars, 13.11.2011 kl. 16:59
Hugnast betur að vera í þeirri sambúð Kolbrún,ef kæmumst ekki af einhleyp!
Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2011 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.