Föstudagur, 11. nóvember 2011
Þjóðaratkvæði um ESB-umsóknina
Aðildarsinnar með Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í broddi fylkingar segja Heimssýn á móti lýðræðinu þar sem andstæðingar aðildar vilji ekki veita þjóðinni tækifæri til að segja álit sitt í kosningum.
Heimssýnarfélaginn, stórvinkona Össurar og þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, lagi fyrir ár fram tillögu á alþingi um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ætti að hald ferlinu áfram eða hætta.
Össur og aðildarsinnar höfnuðu tillögu Vigdísar rétt eins og þeir höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins 16. júlí 2009 um þjóðaratkvæði þar sem borin yrði upp spurningin hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki.
Jón Bjarnason ráðherra ítrekaði fyrir skemmstu tilboð um þjóðartkvæði en samfylkingarhluti ríkisvaldsins keyrir áfram umboðslausa ESB-umsóknina og skeytir hvorki um skömm né heiður.
Athugasemdir
Það færi vel á því að fara með Schengen í þóðaratkvæðagreiðslu, í sömu kostningum.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 14:33
Allir þingmenn beggja stjórnarflokka (eins og þeir voru þá) + Guðmundur Steingrímsson, Siv Friðleifsdóttir og Þráinn Bertelsson (þá í Borgarahreyfingunni) greiddu 16. júlí 2009 atkvæði gegn því að leggja aðildarumsókn fyrirfram í þjóðaratkvæði. En einnig gegn því að gera væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um "samning" við ESB bindandi. Því miður. Þannig reyndist afstaða meirihluta Alþingis vera til þjóðarinnar. Svo geta menn velt fyrir sér, hvort það sé ómaksins vert að greiða aykvæði um ESB, ef og þegar til þess kemur. Mér finnst, að Össur Skarphéðinsson ætti að tala sem minnst um lýðræði, en hann er víst ágætlega viðræðuhæfur um lýðskrum. Þýðingarlaust er líklega að biðja um, að Össur skammist sín, en kjósendur hans gætu tekið það til athugunar.
http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41078
http://www.althingi.is/altext/137/s/0256.htmlSigurður (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 15:51
ESB - einangrunarsinnar gera í brók þegar þessi "LÝÐRÆÐISÁST" þeirra ber á góma. Ekki mátti kjósa um hvort eigi að sækja um ESB aðild. Ekki kjósa um á miðri leið til að hugsanlega bjarga því sem bjargað verður varðandi að henda enn meiri tíma og fjármunum á ESB bálið. Það á að leyfa skrílnum að segja álit sitt ef og þegar einhver samningur á að liggja fyrir, en eins og í fyrri tilfellum ganga ESB - einangrunarsinnar svo frá hnútum að álit þjóðarinnar skiptir ekki neinu lagalega séð en verður túlkað af þessum "LÝÐRÆÐISELSKANDI" ESB - einangrunarsinnum. Það eru jú sama "gáfumannaelíta" Baugsfylkingarinnar sem kemur til með að túlka atkvæði skófluskrílsins og "vinna úr niðurstöðum" eins og þeim tókst svo afskaplega vel til með í stjórnlagaþingskosningunum...???
Sama "gáfumannaelíta" ESB - einangrunarsinna sem ætluði að þröngva þjóðinni að samþykkja Icesave I,II og III fyrir hönd ESB, vegna þess að fyrirmenn þess höfðu ítrekað hótað ef að hún samþykkti ekki Icesave þá fengi hún ekki inni í hrynjandi "dýrðarheim" ESB...!!!!
ESB lýðræðið er einstefnuloki eins og endaþarmurinn. Ætlaður til notkunar í aðeins eina átt. - Í austurátt til Brussel.
..
Auðvitað á að endurskoða Schengen og ekki síður ESS samninginn til að meta hvaða kostir og gallar þeim fylgir vs. hagsmuni þjóðarinnar. Öfugt við ESB samninginn þá eru þeir uppsegjanlegir.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 16:13
Ég er komin í átak með að senda öllum sem ég þekki og þekki lítið bréf með að kjósa á vef www.skynsemi.is ef allir gera þetta þá munum við fá góðar tölur. Ég vil úr EES, shengen og afturkalla ESB umsóknina strax og í einum pakka. Nýtum forsetan meðan hann er og látum hann hafa nafnalista en hann verður að gera það sem þjóðin biður um. Gjá milli þings og þjóðar hefir verið og mun stækka ef við berjumst ekki.
Valdimar Samúelsson, 11.11.2011 kl. 16:17
Sammála ykkur burt með ESB burt með Shengen og jafnvel EES, það þarf allavega að skoða vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 17:23
Sammála samherjar góðir,látum ekkert trufla samheldnina,t.d. vinstri/ hægri ofl. Valdimar,ég fékk bréf frá skynsemi.is. þar inn í er heftur listinn sem er hér á tölvunni,svo ég ætla að fara með hann til vina þeirra sem ég hef ekki náð til ,,sökum anna,,. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2011 kl. 18:34
Það er ekki hægt að kjósa á skynsemi.is en þar er hægt að skrifa nafn sitt undir.Eftir nokkur ár mun markinu verða náð. Staðan:7984 hafa skrifað undir áskorunina.
gangleri (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 20:28
Já. Hvernig væri nú að standa við stóru orðin og kjósa um hvað lítur út fyrir að vera í pokanum góða?
Evrukrísa og beil -át -pakkar ásamt reddingum evrópskra stórbanka á kostnað almennings.
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 20:36
Komið þið sæl; Páll - og aðrir gestir, hér á síðu !
Ásthildur Cesil; fornvinkona væn !
Það þarf ekkert; að SKOÐA EES/ fremur en EFTA og NATÓ aðildir.
Einfaldlega; burtu með þessi frjálshyggju lúsugu tengsl Íslands, við þessi Andskotans apparöt !
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 01:06
Já það er sennilega rétt hjá þér Óskar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 11:52
Bara að minna Óskar á að áður en við gerðumst aðiar að EFTA þá vorum við með fátækustu þjóðum Vestur Evrópu. M.a. þurftum við sérákvæði þar sem við vorum styrkt til að geta uppfyllt skyldur okkar gagnvart þeim samningi. Við voru í þeirri stöðu að þurfa að taka hingið þúsundir rússneskra bila til að geta selt fiskinn okkar. Þurfum að sækja sérstaklega um að fá að kaupa stærri hluti eins og bíla og annað. Það er kannski þessi tími sem Óskar Helgi vill fá aftur. Því ef við göngum úr EFTA, EES þá fáum við aftur tolla á allar vörur sem við seljum erlendis. Reynið nú aðeins að hugsa. Það mætti halda að Óskar dreymi um Íslendinga aftur í torfbæum en það er fáir til í það með honum. Og ég ítreka að ef fólk skoðar helstu uppgangsskeið okkar frá 1944 þá eru hornsteinarnir.
Fólk verður nú aðeins að hugsa. Hvernig heldur fólk að útgerðinn færi í samkeppni við aðrar þjóðir ef að við myndum ganga úr tollabandalögum við helstu viðskiptaþjóðir okkar? Eða áliðnaðurinn. Og ef við getum ekkert selt erlendir hvar eigum við þá að fá gjaldeyrir til að kaupa:
Minni líka á að enn eru innflutningshöft og tollar hér á mörgum vörum sem við flytjum hingað inn. Sem myndu falla niður við inngöngu í ESB. Skv. reynslu Svía myndi vörurverð hér almennt lækka um 25 til 35% við inngöngu í ESB. En nei fólk vill það ekki. Fleiri hundruð milljarðar sem Seðlabanki Íslands hefur kostað okkur í þessu hruni yrðu liðin tíð og myndi aldrei koma fyrir aftur þar sem að við fengjum skjól hjá Seðalbanka Evrópu en nei það vill fólk ekki. Menn eins og Óskar dreymir um lífsskilyrði eins og voru hér fyrir 1960. En það eru fái Íslendingar aðrir sem myndu sætta sig við það. Fólk verður að vita hvað það vill hér í framtíðinni. Ekki bara að vera á móti af því að það er í tísku.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.11.2011 kl. 00:23
Komið þið sæl; að nýju !
Magnús Helgi !
Minni þig í staðinn á; að engin var skömmin, af sjálsþurftarbúskap fyrri áratuga, sem og hinn mikilvægi kostur einnig, að við vorum laus, við hið ógeðfellda mennta manna kraðak, sem alls staðar, þvælist fyrir vinnandi fólki - og er; fremur til vanza og leiðinda, með viðbjóðslegri reglugerða skrúðmælgi sinni, Magnús minn.
Veltu fyrir þér; hvor kosturinn hefði verið okkur hagstæðari - og við laus; við Kauphallar gemsa, og annan óþurftar svindlara lýð, ágæti drengur.
Með þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 01:03
Og; engin er nú tísku hyggja mín - hvorki; til né frá Magnús minn, neitt sérstaklega, svo fram komi, einnig.
Jú; mikið rétt. Fólk vissi; hvað það hafði - og hvar það stóð, árin fyrir 1960 og 1970, sem fyrr og áður, Magnús Helgi.
Í dag; er ekki vinnandi vegur, að gera framtíðar áætlanir, fyrir venjulegt fjölskyldufólk; dagspart, fram í tímann - hvað þá, til lengri tíma, Magnús Helgi.
Það var þó hægt; hér fyrr meir, Kópavogsbúi knái !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 01:14
Tad ma benda svona folki eins og Magnusi a eina einfalda stadreynd.
An EES samnings hefdu islenskir bankar tæpast verid einkavæddir.
An EES samnings hefdu islenskir bankamenn alls ekki getad komist a erlenda markadi og gamblad med utlenska peninga eins og gerdist.
Tetta hafdi minnst med islenska valdhafa sem slika ad gera.
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.