Íslenska miðjuafbrigðið í pólitík er dautt

Miðjuafbrigðið í íslenskri pólitík er samstarf Alþýðuflokks/Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þetta miðjuafbrigði þekkist tæplega í Vestur-Evrópskri stjórnmálahefð. Á Norðurlöndum leiða systurflokkar Samfylkingar vinstri valkost í stjórnmálum en bræðraflokkar Sjálfstæðisflokksins fara fyrir hægrikosti í stjórnmálum.

Miðjuafbrigðið festist í sessi í íslenskri pólitík með viðreisnarstjórninni á sjöunda áratugnum. Viðeyjarstjórn Jóns Baldvins og Davíðs hélt lífinu í þessum stjórnarkosti en hrunstjórnin með þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Geir H. Haarde sló botninn í afbrigðið.

Ástæðan fyrir afbrigðinu er tvípólun heimsbyggðarinnar í kalda stríðinu sem bitnaði sérstaklega hart á ungu stjórnmálakerfi lýðveldisins. Þjóðernisstefna róttækra vinstrimanna gerði þá stærri en sósíaldemókrata og festi í sessi hækjuhlutverk Alþýðuflokks.

Tilraunir til að viðhalda miðjuafbrigðinu byggjast á þeirri óskhyggju að hægt sé að skipta út Nató/vestræn samvinna fyrir Evrópusambandið. Aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokknum reyna að halda þessum anakrónisma á lofti en það er léleg söluvara.

Dautt miðjuafbrigði veit á skýrari valkosti í stjórnmálum, sem ekki veitir af hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjófarnir í Brussel skoðið slóðina:http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share

Örn Ægir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband