Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Össur skuldar Heimssýn afsökunarbeiðni
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði úr ræðustól á alþingi að Heimssýn væri samtök gegn lýðræði. Heimssýn hefur sent frá sér ályktun þar sem orðum utanríksráðherra er andmælt og skorað á hann að draga þau tilbaka.
Orðrétt sagði Össur í fyrradag á alþingi
"Þeir sem eru á móti þessari framtíðarsýn [þ.e. að ganga í Evrópusambandið] hafa eina skyldu, þeir verða að leggja fram sína eigin framtíðarsýn. Það hafa þeir ekki gert, það eina sem þeir hafa gert er að leggja fram Heimssýn sem er orðið samtök gegn lýðræði."
Heimssýn er frjáls félagsskapur sem stendur fyrir umræðu um Evrópumál og aðildarumsókn Íslands. Það er í hæsta máta óviðeigandi að utanríkisráðherra segi Heimssýn samtök gegn lýðræði.
Athugasemdir
Hver er framtíðarsýn Evrópusambandsins? Er Össur til í að leggja hana á borðið?
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/11/09/sarkozy_tveggja_hrada_esb_eina_leidin/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 09:05
Satt að segja þá er ekki ástæða af Heimsýn að taka trúðinn Össur alvarlega frekar en aðra trúði.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 09:07
Ætli lýðræðið henti ekki einstefnu Össurar og co? Víðsýni Össurar blessaðs nær á milli veggja Brussel-hallarinnar, sem hýsir falið vald ESB. Ég vorkenni Össuri að vera búinn að koma sér í svona mikla vitleysu, að hans varnar-ráð er að kenna öðrum um það sem er hans. Vonandi sér hann að sér fyrr en seinna, svo hann verði ekki eins og Palli einn í heiminum, með sína blekkingarmynd af kúgunar-afleggjara AGS í Brussel.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2011 kl. 09:18
Heimssýn skuldar íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni og á síðan að leggja sig niður í kjölfarið.
Jón Frímann Jónsson, 10.11.2011 kl. 09:36
Komið þið sæl; Páll - og gestir hans, aðrir !
Jón Frímann; kunnur Jarðvísindafrömuður- og Veðurs !
Rangt hjá þér; ágæti drengur.
Hið eina; sem Heimssýnarfólk þarf að biðja afsökunar á, er formennska Ásmundar Einars Daðasonar, sem hefir ekki staðið sig betur en það, að ég hefi ekki fengið rafrænt Fréttabréf samtakanna sent mér, síðan hann tók þar við.
Fyrir utan; ömurlega þjónkun hans, við einn 4ra flokkanna, sem merkir sig við bókstafinn B.
Tek fram; að ég er ekki félagi í Heimssýn - og hefi aldrei verið.
Hins vegar; eigum við önnur, sem byggjum Norður- Ameríkuríkið Ísland, inni STÓRA afsökunarbeiðni, frá ykkur Evrópu nýlenduvelda undirtyllum, Jón minn, fyrir slepjuhátt og undirgefni, við EFTA/EES/ESB/NATÓ og AGS óþverrann, gegnum tíðina.
Þannig að; áður en lengra er haldið, skulum við horfa til aukinna sam skipta, við Heiminn allan, Jón Frímann; ekki einskorða okkur, við 8% veraldar - sem Evrópuskaginn telst vera, ágæti drengur.
Að lokum; spurðu Slóvaka - Grikki og Ítali, hversu þeim líki, ágangur og yfirtroðsla Barrosó´s og Rumpuy´s , yfir þjóðir og lendur, þar syðra, Jón Frímann.
Reyndu svo; að horfa til víðáttu Alheimsins Jón minn - í okkar Sólkerfi sem öðrum, ekki einskorða þig, við bugt og beygingar - sem smjaður, fyrir Brusselingum, og öðru smáhreppa fólki, suður í Evrópu.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 10:18
Hverjir ætli borgi Jóni Frímanni fyrir þennan kostulega málfluttning sem hann stundar af einstakri samviskusemi fyrir einangrunarsinna ESB .. ??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.