Miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Talsmenn ESB-aðildar ala á fordómum
Eiríkur Bergmann kennir Framsóknarflokkinn við fasisma. Össur Skarphéðinsson segir Heimssýn á móti lýðræðinu. Þessi tvö dæmi um aðildarsinna sem eru komnir út í horn málefnalega og bregðast við með alhæfandi fordómum segja nokkra sögu um stöðu aðildarumsóknar Samfylkingarinnar.
Evrópusambandið stendur í ljósum logum en félagarnir Eiríkur og Össur steyta hnefann og segja þá fasista og andstæðinga lýðræðis sem ekki vilja leggja fullveldið inn í brunarústirnar í Brussel.
Aðildarsinnar á Íslandi ættu að íhuga sína stöðu þegar helstu málsvarar þeirra tala með hætti Eiríks og Össurar.
Gagnrýna grein dósents | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef aldrei vitað til þess, hvorki hjá mönnum eða dýrum, að leytað sé skjóls, í brennadi húsi.
Varð andvaka í síðustu viku, við að fynna ástæðuna fyrir því í ESB reglugerð, að börnum yngri en 8 ára er bannað að blása í blöðru, á 17 júní, hef ekki enn þá fundið skýringuna, svar óskast.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 14:28
Ef sólin er fasísk er sumarið þá ekki bölvaður viðbjóður?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 15:08
Eiríkur er bilaður.
Sigurjón Þórðarson, 9.11.2011 kl. 15:24
Engin furða þó Frjálslyndi flokkurinn sé í rústum með þennan formann sem talar á þessum leveli.
Jón Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 15:42
Jón Kristinsson, til að taka af öll tvímæli þá tel ég Eirík Bergmann og jú ásamt Baldri Þórhallssyni stórbilaða "fræðimenn" en störf þeirra eiga ekkert skylt við neitt sem getur kallast fræði eða vísindi.
Sigurjón Þórðarson, 9.11.2011 kl. 16:02
Er fasískt að fagna sumri? Skátabúningarnir. Hvað eiga þeir að þýða?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:24
Sæll.
Össur og Eiríkur snúa hér öllu á hvolf eins og oft áður, það er ESB sem er á móti lýðræði en þar er kosið þangað til hagstæð niðurstaða fæst ef á annað borð er kosið. Hvað vilja Össur og Eiríkur kalla það? Hver kaus van Rompuy? Hver kaus Barroso? Hver kaus Ashton o.s.frv?
Svo er nú alveg merkilegt að ein stofnun HÍ skuli vera orðin bein áróðursmaskína BH ESB sinna og varaþingmanns Sf. Hingað er fluttir færðimenn sem segja að við munum hafa svo mikil áhrif innan ESB þegar í raun réttri við höfum nánast engin áhrif. Ég vil ekki að mitt skattfé sé misnotað með þessum hætti, ef vel væri væri búið að skrifa BH viðvörunarbréf vegna misnotkunar hans á þessari stofnun.
Annars þurfum við að vara okkur á þeirri hættu sem ég held að hafi verið kallað "teknókrataræði" eða eitthvað álíka sem gengur út á að fræðimenn haldi einhverju fram sem nánast hlutlægri staðreynd. Eíríkur var gerður afturreka með þá fullyrðingu fyrir nokkrum árum að hérlend lög væru orðin 80% (man ekki alveg hvaða tölu hann nefndi) eins og ESB en svo kom í ljós að sú tala var nær 5% (eða eitthvað slíkt). Annað gott dæmi er Þórólfur M. og Icesave spádómar hans, skil ekki að nokkur stúdent mæti í tíma til þess manns en hann hefur gert svo rækilega upp á bak að ég trúi ekki orði sem frá honum kemur framar. Fræðimenn geta líka haft rangt fyrir sér, sérstaklega þeir sem aðhyllast ESB fræði.
Það er eitt að vera hlynntur aðild að ESB áður en þar fór allt til andskotans en annað að vera áfram hlynntur aðild eftir að þar er allt farið til andskotans.
Helgi (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:51
Mig langar til að vekja athygli á laginu Signir sól sérhvern hól. Hér er um að ræða þýskt lag. Textinn er eftir Gunnar M. Magnúss. (Tvö s). Hér höfum við fasíska sól og síðan eitthvað kristilegt. Þetta þarf að skoða betur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:53
Svona fyrir forvitni sakir, er einhver að dæma sólina fasiska? Það er líka til svo mörg lög og textar um hana,t.d. ,,Blessuð sólin elskar allt,,
Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2011 kl. 17:48
Þegar fólk er komið upp að vegg, eins og Samfylkingin greinilega er, þá er gripið til ódýrra meðala. Verði þeim að góðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 19:12
Jón Ólafs enn á ný verð ég að benda þér á að kynna þér málin. ESB bannar ekki börnum innan 8 ára að blása í blöðrur:
"Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á Íslandi. Reglurnar beinast að framleiðendum, innflytjendum og dreifingaraðilum leikfanga. Þessir aðilar eru ábyrgir fyrir því að vörur uppfylli samræmda evrópska öryggisstaðla og stofni hvorki öryggi né heilsu notenda eða annarra í voða. Settur hefur verið öryggisstaðall um hámarksstyrk segulstáls í leikföngum og blöðrur úr latexi þurfa að bera sérstaka aðvörun. Um leikfangavaraliti og partýflautur gilda hins vegar aðeins almennar reglur tilskipunarinnar." Þ.e. það þarf að vera viðvaranir um hættur af latexblöðurm enda geta þær t.d. verið hættulegar ef þær hrökkvar ofan í fólk. Hættu svo að gleypa vitleysuna upp eftir mönnum sem hika ekki við að færa í stílinn þegar talaða er um ESB Sjá nánar her um reglur um leikföng.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2011 kl. 19:44
Og kannski rétt að ítreka það sem kemur fram í þessum skýringum sem ég bendi á hér að ofan að þessar reglur gilda líka hér á landi í gegnum EES án þess að við getum nokkuð haft þar áhrif af því við erum ekki í ESB
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.11.2011 kl. 19:46
Svona á léttari nótum. Ég vinn mikið utan landsteinanna í þessu ágæta sambandi. Einhvern veginn er það svo að þar hitti ég aldrei neinn sem mælir með fyrirbærinu þar til ég um daginn hitti Svía sem taldi það til nokkurs gagns. En frábað sér sameiginlegu myntina þarna í fyrirheitna landinu.
Svíinn var að koma frá fátækasta hluta Litháens og dáðist mikið að reiðhjólastígakerfinu sem ESB hafði kostað fyrir mannskapinn, en undraðist algert notkunarleysið. Aðspurðir tjáðu Litháarnir þeim sænska að þar hefði enginn efni á að kaupa reiðhjól!
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 20:57
"Össur er veikur. Þráhyggja og ofsóknarbrjálæði"
"Landráðaflokkurinn Samfylking"
"landráða pakk, segi og skrifa."
"Eiríkur er bilaður"
Tók tvær mínútur að sækja þessar lýsingar sem birtast í athugasemdum bloggi þínu, Páll. Ein setningin er frá manneskju sem hér að ofan talar um að grípa til ódýrra meðala.
Ætli báðar fylkingar megi ekki vanda mál sitt betur?
Ingimundur H Hannesson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 20:57
Já Hannes Samfylkingin er að grípa til ódýrra meðala vegna þess að hún er komin upp að vegg með þetta ESB blæti sitt. Það er svo auðvelt að kasta grjóti úr steinhúsi eins og þú ert að gera hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 21:20
Nafnið er reyndar Ingimundur en ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um mig.
Að ég skuli vera að kasta grjóti úr steinhúsi (væntanlega átt þú við glerhúsi) fæ ég ekki skilið. Ég hef ekki tjáð mig mikið um þessi mál til þessa. Þú mátt gjarnan nefna dæmi þess ef þú telur þig vita betur.
Ég var einfaldlega að benda á að báðar fylkingar megi vanda mál sitt betur. Ég stend við þá skoðun mína í mínu "steinhúsi"
Ingimundur H Hannesson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 22:39
Fyrirgefðu Ingimundur að misfara með nafnið þitt. Já ég meinti auðvitað glerhúsi. En það breytir ekki því sem ég sagði að Samfylkingin er farin að nota ódýr meðul, vegna þess að þau eru að missa af lestinni í þessu ESB máli sínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 23:23
það er ekki annað hægt en kenna i brjóst um þessa blessaða fárðlinga Össur og Eirik Bermann ...en auðvitað básúna þeir i umboði Forsætisráðherra sem veit ekki að þvi hun talar ekki og skilur ekki útlensku ! að FRÚ Kanslari þyskaland er búin svo gott sem að blása ESB af .............
Ransý (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 10:06
Í goðafræði kristlinga segir að ein goðveran búi ásamt svonefndum púkum í brennandi undirheimavíti og virðist oftar en ella kunna vel við það ástand. Er Össur Þingvallar-Murta og Eiríkur Bergmann (sk.st. EB) nokkuð á mála hjá þessu brunaliði í því neðra?
Jóhannes (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.