Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Össur gefur ESB heilbrigðisvottorð
Össur kom færandi hendi til Brussel þegar hann lagði inn umsókn Íslands og sagðist bjóða Evrópusambandinu aðgang að norðurslóðum í gegnum Ísland. Í dag býður hann Brussel pólitískt heilbrigðisvottorð. Eflaust taka þeir í Brussel við vottorði frá Össur með tvíræðu brosi, - þekki þeir eitthvað til utanríkisráðherrans síkáta.
Örlæti Össurar eru fá takmörk sett. Norðurslóðir og vottorð eru bara byrjunin. Össur ætlar að gefa Brussel fullveldið og fiskimiðin í kaupbæti.
Og Össur vill auðvitað ekkert í staðinn, hvorki fyrir sjálfan sig né Samfylkinguna.
Aldrei betra að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú, hvert heldur þú að Össur leiti, þegar samflokksmenn hans, og aðrir kjósendur hafna honum í næstu kosningum. Auðvita til Brussel. Það er engum blöðum um það að fletta, að Össur stendur í þessu til að tryggja sér "feitt" embætti innan ESB. Það er hann að gera á kostnað þjóðarinnar, enda alveg sama um hana.
Dexter Morgan, 8.11.2011 kl. 17:03
Sundurtætt og blóðidrifinn, eins og evran nú er, heillar hún samt Össur. Þetta kallast tryggð við hagsmuni sína.
Ragnhildur Kolka, 8.11.2011 kl. 17:26
Ótrúlega Freudískt slip í þessari frétt; "lausnarmiðað viðreðurferlið"!
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.11.2011 kl. 17:28
Ætli Össur hafi heilbrigðisvottað sambandið og PIGS (Portúgal, Ítalíu Grikkland, Spán).
Raunin er sú að ESB er eins og þingvallaurriðinn.... verulega sýkt.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 17:34
Össur er kominn langt út fyrir það að berja höfðinu við steininn. Þetta flokkast undir það að stinga höfðinu í steininn.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 18:21
Össur er veikur. Þráhyggja og ofsóknarbrjálæði. Við verðum að koma honum af alþingi strax.
Valdimar Samúelsson, 8.11.2011 kl. 18:46
Áfram Össur áfram... Allavega hlýðir hann því er kom fram í staksteinum Morgunblaðsins fyrir nokkru síðan. Þar var fjallað um að Össur þessi hafi leiðrétt hagfræðinga og aðra valinkunna menn og þá sérstaklega Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði að Evran væri í góðu lagi. Hann semsagt gaf út heilbryggðisvottorð á Evruna...
með kveðju og von um áframhaldandi fullveldi Íslands
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.11.2011 kl. 19:38
Össur er nú orðinn að athlægi karlgreyið.
Verst af öllu er að hann sér ekki fótum sínum forráð og steypir þjóðinni í glötun Jóhanna á nú drjúgan þátt í því sem og ISG. Sem betur fer er hún horfin í slæður, en getur vonandi um þvert höfuð strokið.
Ég bíð nú bara eftir því að Össur flytji til Gaza áður en hanngerir fleiri afglöp.
Jóhanna (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 20:34
Er Össur ekki ráðherran sem seigir "ég veit ekkert um hagfræði" þegar hann er spurður að erfiðum spurningum um efnahagsmál.
En vottorðið lyktar svolítið eins og endurskoðendur KGMP með bankana, Kvittað upp á hvað sem er á athugasemda og án þess að kíkja í bókhaldið
Brynjar Þór Guðmundsson, 8.11.2011 kl. 22:39
ekki er krónana að ríða feitum hesti með sínum höftum, verðtryggingu og háum vöxtum.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:04
"ekki er krónana að ríða feitum hesti með sínum höftum, verðtryggingu og háum vöxtum." Hún mun(og gerir) meira fyrir íslendinga en Evran og ESB munu nokkru sinni gera
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.11.2011 kl. 17:42
þó að þú heldur það brynjar þá er það ekki þar með sagt að það sér rétt.
hvað segir atvinnulífið??
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf
Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 19:47
Sleggjan, , Grikkland, Ítalía, Portúgal, Spánn og Írland eru í svo frábærri stöðu. Reyndar get ég ekki munað betur en að 2008 hafi þið ESB-sinnarnir fullir að hrun gæti ekki orðið ef við værum í ESB og með evru
Í pressunni vitnar þú í fyrirtæki sem er die hard stuðningsmaður Samfylkingarinnar, þar fyrir utan er þetta skrifað fyrir um tveim árum síðan og þeir eru hér enn. Síðan vitnar þú í Össur hf sem er einnig tveggja ára gamalt en þar svara þeir því "Út frá þröngu sjónarmiði Össurar hf. er erfitt að benda á neikvæð áhrif á fyrirtækið við
aðild að Evrópusambandinu." Evran hefur breyst mikið á tveim árum, þeir plástrar sem settir voru á 2008 hafa ekki virkað. Sú staðreind að þeir geti ekki bent á neikvæða hluti benda til þess að þeir hafi ekki kynnt sér ESB.Hversu mikið mark er þá á þeim takandi?
Brynjar Þór Guðmundsson, 10.11.2011 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.