Mánudagur, 7. nóvember 2011
Schengen er frjáls för glæpamanna
Ísland getur betur varist glæpagengjum með því að ganga úr Schengen samstarfinu. Óheft för glæpamanna inn í landið er ekki réttmætur fórnarkostnaður til að vera útvörður landamæra Evrópusambandsins.
Bretland er ekki aðili að Schengen-samstarfi enda sjálfstæði landamæravarsla eðlilegur þáttur hjá fullvalda ríki.
Halldór Ásgrímsson fyrrum utanríkisráðherra knúði á um Schengen-samstarfið enda leitaðist Halldór við að gera Ísland að aðildarríki Evrópusambandsins.
Handteknir en látnir lausir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér, Páll. Losum okkur við Schengen, það er góð byrjun.
Jón Valur Jensson, 7.11.2011 kl. 22:11
Það er orðið anskoti hart, þegar vinnandi fólk, þarf að ráða atvinnulausa, í svarta vinnu, við að gæta heimilisins, og annara eigna, meðan það sjálft stundar vinnu sína, frá 8 til 5, Þjóðaratkvæðagreiðslu strax um Schengen.
Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 22:33
Nú höfum við séð, að pólsku úraræningjarnir eru óhultir í Schengen-heimalandi sínu. Lögreglan þar hefur náð tali af þeim og sleppt þeim, sagði í fréttum í dag. Samstarf í löggæzlu hefur verið talið eitt af hinu mikilvægasta varðandi Schengen. Samkvæmt framansögðu nær það skammt. Eiga talsmenn Schengen svör við þessu?Ég spyr, af því ég er hvorki grjótharður með né á móti. Hallast þó frekar í þá áttina, að Páll og Jón Valur geti haft rétt fyrir sér.
Sigurður (IP-tala skráð) 7.11.2011 kl. 23:51
Ef Schengen þjónar einhverjum hagsmunum okkar Íslendinga, þá hljóta þeir að vera mjög vel faldir.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.11.2011 kl. 00:13
'Eg held frekar að við þurfum að greiða þó nokkuð fyrir að vera með í Schengen.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2011 kl. 00:36
Af hverju við þið fá þessa andskota hingað? Er ekki hægt að fá Pólverja til að rétta yfir þeim að pólskum lögum sem eru áreiðanlega harðari en okkar drulla og pólsk fangelsi fangelsi en ekki lúxushótel eins og LitlaHraun. Þá sleppum við líka við að ala þessi kvikindi.
Kannski þurfum við ekki einu sinni að ganga úr Schengen til að setja á vegabréf ótímabundið tímabundið, bara beygla regluverkið eins og hinir gera?
Halldór Jónsson, 8.11.2011 kl. 15:28
Sammála Halldóri. Það færi betur á því að þeim yrði stungið inn í heimalandi sínu. Þeir gætu haldið að ránsferðin hafi heppnast fullkomlega og þeir séu orðnir ríkir menn þegar við förum að dekstra við þá hér heima. Og ekkert er líklegra en það sé rétt að ef að vanda lætur þá framfylgjum við Schengen jafn langt eða lengra en ýtrustu kröfur segja til um.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 17:40
Þeir koma bara aftur í heimsókn, því þetta næstum tókst.
Mjög auðvelt fyrir þá bara að koma aftur. Reyndar, mjög þægilegt að nýta sér Schengen svæðið sem glæpamaður... Þetta er eins og vilta vestrið nútímanns. Bandaríkjamenn geta þó framselt glæpamenn á milli bandalagsríkja sinna.
Alltaf verið að finna upp hjólið !! :p
Jonsi (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 17:53
Frábært...
við erum í landamæralausu ríkjasambandi, en við erum svo ekki einu sinni með framsalsamninga á milli schengen bandalagsríkjanna.??
Who's bright idea was that?!!
Einsi (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 17:55
Já, hvílík snilld. Nú munu allir glæpamenn Evrópu fara að hópast til landsins jafnóðum og þeir fatta að þar fá þeir sko að brjóta lög og menn í friði og engin viðurlög nema silkihanskar.
Í landi pólitíkusa sem hafa aldrei lært að taka á glæpamönnum. Upplagt að vera níðingur og þrjótur á Íslandi.
Elle_, 8.11.2011 kl. 20:38
Sammála Halldóri, kæri mig persónulega ekkert um að fá þessa harðsvíruðu glæpamenn hingað aftur í það sem ég vil kalla „sólarhringsfæði og uppihald‟ á kostnað íslenskra skattgreiðenda, nú þekki ég ekki töluna nákvæmlega en þó þykist ég vita séum að greiða nokkur hundruð þúsund krónur MEÐ HVERJUM FANGA Á MÁNUÐI hér á vesældar Fróni, á sama tíma og verið er að loka deildum á spítölum og svelta löggæslu o.fl.
Tökum aftur upp vegabréfaeftirlit og setjum þá í eilíft bann við endurkomu til landsins, þá sem fremja glæpi eða gerast brotlegir við íslenskt réttarkerfi!
Alfreð K, 8.11.2011 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.