Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
ESB þvær hendur sínar af Samfylkingunni
Samfylkingarhluti ríkisvaldsins er ekki með heimild frá alþingi að setja Ísland í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið. Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar. Í Brussel er litið svo á að umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu sé til heimabrúks.
Hvorki hefur Samfylkingin stuðning alþingis né samstarfsflokksins í ríkisstjórn fyrir aðlögunarferlinu. Vinstri grænir hertu á andstöðu sinni við aðild á nýafstöðnum landsfundi og útilokuðu aðlögun.
Evrópusambandið setur fram skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum til að sýna fram á að umsókn Samfylkingar er á einskinsmannslandi. Brussel segir: annað tveggja er að draga umsóknina tilbaka eða sýna fram á að breiður stuðningur sé við umsóknina á stjórnmálakerfinu og meðal almennings.
Samfylkingin er umboðslaus að gera bjölluat í Brussel og ætti að skammast sín.
Ísland tefur ekki viðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist að ESB. ráðamenn séu eftir allt,siðferðilega sterkari en Samfylkingamenn á Íslandi.
Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2011 kl. 13:10
Samfylkingunni tekst að leggja sjálfa sig niður vegna lyga og þekkts óheiðarleika. Þau vinna í anda og eftir skipunum hugmyndafræðings flokksins og eigandans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 16:26
Jón ráðherra heldur að enginn vilji semja frá sér sjávarauðlindirnar.
Skyldi hann aldrei hitta utanríkisráðherrann?
Hann sem hefur sagt að það þurfi enga sérsamningaum landhelgi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.