Vextir eru uppeldi

Nú sem fyrr eru Samtök atvinnulífsins úti að aka og biðja um neikvæða raunvexti þar sem verðbólga er hærri en grunnvextir. Til að sparnaður eigi sér stað í samfélaginu þarf fólk að geta geymt peningana sína í banka og fengið vexti.

Samtök atvinnulífsins eru meira og minna skipuð sama fólkinu og stóð hrunvaktina. Góð hagspeki er að ganga þvert á stefnu samtakanna því þau hafa ekkert lært.

Með sex prósent atvinnuleysi er óverulegur slaki á vinnumarkaði. Meira vandamál eru þau handónýtu fyrirtæki sem enn eru starfandi en ættu að fara á hausinn - en þau greiða félagsgjöld til Samtaka atvinnulífsins til að halda upp áróðri fyrir lágum vöxtum.


mbl.is Vaxtahækkun seinkar bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þú ert glöggur maður Páll en virðist samt ekki skilja frekar en seðlabankastjórinn samhengið í þessu.  Vextir og fjármagnskostnaður er stór liður í rekstri margra fyrirtækja. (Og heimila)  Þegar kostnaður vex, alveg sama hvort það eru vextir eða annað, verður fyrirtækið að ná þeim kostnaðarauka inn með því að hækka verðið á sinni vöru eða þjónustu.  Það fer beint út í verðlagið og  vísitöluna sem veldur þar með meiri verðbólgu, sem að áliti seðlabankastjórans, kallar þá á enn hærri vexti.  Þetta er bara svikamylla sem ég hélt að menn hefðu séð hvernig virkaði fyrir hrun. En menn virðast ekkert hafa lært af því.

Þórir Kjartansson, 2.11.2011 kl. 16:23

2 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála.

Fyrri hrun var reynt að gera fjármagn dýrara í Seðlabankanum.  -Þá flæddi bara enn meira af EES tengdum evrópskum og annarra þjóða peningum inn í landið.

Það var haldið áfram að lána.  Bara útlenda peninga.

Það var ástæða hrunsins.

Skortur á fjármagni er og var aldrei og verður ekki vandamálið.

Vandamálið er óábyrg meðferð ókeypis fjármagns.  Peningar eins og annað þarf að hafa ákveðið verð. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 16:46

3 identicon

Mér finnst atvinnuleysi upp á 6% ekki vera "óverulegur slaki á vinnumarkaði." Mælingum ber reyndar ekki saman, og sumar sýna hærri tölu. Þetta atvinnuleysi er lítið áhyggjuefni fyrir atvinnurekendur. Nokkru meira fyrir vinnandi fólk, sem á þá erfiðara að sækja kjarabætur og jafnvel halda atvinnu með óbreyttum launum. En talsvert vandamál fyrir hina atvinnulausu og það samfélag, sem þarf að aðstoða þá og fjölskyldur þeirra. Í sambandi við vexti má ekki gleyma því, að vaxtamunur á innlánum og útlánum í bönkum er óvenju mikill á Íslandi. Bankarnir eiga einnig ósmáan þátt í því, að mörg fyrirtæki eru "handónýt," bæði af því þeir halda úti óréttmætri samkeppni á mörgum sviðum og krefjast af lántakendum endurgjalds, sem reynist í þúsundum skipta hafa verið ólögmætt. Hinir endurreistu bankar eru kannski fullt eins mikil byrði á þjóðinni og þeir föllnu.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband