Svik, undirferli og Vinstri grænir

Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um Evrópumál um helgina og hafnaði þar meðal annars aðlögunarkröfu Evrópusambandsins. Sambandið býður sérstaka styrki til umsóknarþjóða til að mæta kostnaði vegna aðlögunar.

Menntamálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna telur sig geta þegið aðlögunarstyrki án aðlögunar.

Forysta Vinstri grænna gekk til síðustu kosninga með þá yfirlýstu stefnu að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess en hafði samt sem áður gert samkomulag við Samfylkinguna að umsókn um aðild yrði hluti af stjórnarsáttmála þessara flokka.

Forysta Vinstri grænna ætti  til hátíðarbrigða að halda orð sín gagnvart flokksfélögum og kjósendum. Það styttist í kosningar.


mbl.is Innganga í ESB undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að segja eitt og gera annað, er ekki til að auka trúverðugleika VG. Traust byggist á heilindum, en ekki svikum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.11.2011 kl. 11:53

2 identicon

Sífellt færri lesa "Tilfallandi athugasemdir". Innlit í dag eru 547 og bloggið dottið af öllum listum sem sýna vinsær Blogg. Hvernig stendur á þessu? Kann fólk ekki gott að meta?

gangleri (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband