Fátækir Grikkir keyra á Porche

Í grísku borginni Larisa eru hlutfallslega fleiri Porche bílar en í New York eða London. Í öllu Grikklandi eru fleiri Porche Cheyanne bílar en nemur þeim fjölda Grikkja sem telja fram 8 m.kr. í árstekjur.

Blaðamaður Telegraph telur líklegt að þessar tölur mun slá á löngun Þjóðverja að niðurgreiða grísk lífskjör.

Evruaðild bjó til fölsk lífskjör víða í Suður-Evrópu. Tilraunir til að bjarga þessum fölsku lífskjörum eru allar dæmdar til að mistakast.


mbl.is Hlutabréf og evra á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef raunvextir eru neikvæðir, skekkist allt hagkerfið.  Rétt eins og allir Íslendingarnir sem héldu að þeir fengju neikvæða raunvexti með því að taka erlend lán.  Það er auðveldara að fjármagna Porche á neikvæðum vöxtum en jákvæðum.  Hitt er svo auðvitað líka að eignir margra Grikkja eiga litla samsvörun við tekjur þeirra á skattframtali.  En það vandamál þekkist auðvitað víðar.

En svo má ekki gleyma því að fyrir Íslenskum dómstólum fullyrða menn að kaup á Porsche sé fyrst og fremst fjárfesting.  Þannig að ef til vill voru Grikkirnir bara að leggja fyrir til að mæta harðari tímum. lol

G. Tómas Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 13:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Allir Íslendingar? Ég hélt ekki neitt um það,en líklegt að bankamenn hafi vitað að þeir beindu fólki á rangar brautir,talsvert fyrir hrun. Horfa til framtíðar nú.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2011 kl. 15:48

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað ætli það séu margir Porche bílar á Íslandi?

Reyndar hefur komið fram í fréttum að bílafloti landsmanna sé elstur allra raun-sambærilegra "velferðar" þjóða.

Kolbrún Hilmars, 31.10.2011 kl. 17:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Árið 2008 voru skráðir á Íslandi fleiri svartir Range Rover jeppar en á öllum hinum norðurlöndunum til samans.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband