Evran og ESB skapa óstöðugleika

Óstöðugleiki í heimshagkerfinu stafar af misheppnuðum tilraunum í samfélagsverkfræði í Evrópu. Án lýðræðislegs umboðs ætlaði valdaelítan í Brussel að búa til Stór-Evrópu úr gjaldmiðlasamstarfi sem var illa hannað og enn verr rekið.

Næsta áratug verða eftirmál valdabrölts elítunnar í Brussel að koma í ljós. Óeirðir á götum úti og skæruhernaður á þjóðþingum verða  daglegt brauð.

Íslendingar eiga ekki að setja forræði sinna mála í hendur á valdaelítunni í Brussel. Leggjum umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til hliðar, skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Vara við ólgu á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Takk Páll fyrir að hvetja fólk til að skrifa undir skynsemi.i Leggjum okkar af mörkum og hvetja aðrar til að skrifa undir. það er áríðandi að við almenningur notum mátt okkar sem er samstaða. Komum með skýrar kröfur og lausnir og flykkjum okkur um góð frumkvæði.

Þar fyrir utan langar mig til að benda á hvað ljósmyndin með þessari frétt er fagurfræðilega falleg og mikið listaverk. Hefur ekkert að gera með skoðanir á erjum eða ofbeldi.

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og krónan og EES skapa stöðugleika

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Sólbjörg

Já krónan hefur aðlögunarhæfni, sveigjanleika og getur unnið með sköpunarmætti til framfara - eins og lífið sjálft. Ekkert endilega auðvelt eða krónan gallalaus en krónan býr yfir styrk til sigurs. Ekki að undra að íslenska örkrónan er vegsömuð um allan heim!!

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 12:34

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Reyndu að sannfæra heimilin sem eru að slígast undan verðtryggingu og gengsilánum að krónan skapar stöðugleika.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 12:37

5 Smámynd: Sólbjörg

Við höfum krónuna og öll tækifæri til að leiðrétta ógæfulegar ákvarðanir eins og verðtrygginguna. Verðtryggingin er gróðratrygging eiginhagsmuna aðila og hefur grunninn ekkert með krónuna að gera. En við höfum það í hendi okkar að stýra krónunni okkur öllum til hagsældar og ná upp sterkara gengi. Valdalaust peð á borði ESB elítunnar megnar ekki að skapa neinn stöðugleika hér, nema þá festa í sessi fátækt og ójöfnun.

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 12:53

6 Smámynd: Sólbjörg

Sleggjan er ekki ráð að þú lesir aftur vandlega fréttina sem Páll skrifar þetta blogg við, hvernig ástandið er í þeim löndum sem hafa "stöðugleika" evrunnar.

"Verði ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða geti kreppan varað í áratug. Mest hætta á ólgu á vinnumarkaði er sögð vera í Grikklandi, Portúgal, Spáni, Eistlandi, Frakklandi, Slóveníu og Írlandi".

Sólbjörg, 30.10.2011 kl. 13:02

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki er þetta evrunni að kenna.

Luxemburg er ríkasta land í heimi. Hún er með evruna

Holland er með evruna.... bara 3% atvinnuleysi þar.

Það er frekar lélegt að benda á nokkur lönd og alhæfa svon.

Svo talar þú einsog allt er í góðu hérna á Íslandi. Ég veit ekki betur en að heimili og fyrirtæki eru skuldum vafinn og sjá ekki framm á bjarta framtíð.

Ekki gera gjaldeyrishöftin ástandið betra.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 13:17

8 identicon

Evran og ESB  skapa alla erfiðleika heimsins, að sögn Pálls Vilhjálmassonar !

Það er fólk sem skapar alla erfiðleika, fólk með miklar gráður úr háskólum  !

Vandamálið er þetta fólk, sem notar menntun sem rök fyrir því að þeirra orð og gerðir séu það eina rétta !

Eina sem svona persónur hafa unnið sér inn, er eins og Páll Vilhjálmsson, sellt sálu sína fyrir peninga !!!

JR (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 14:07

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Menntun er mikilvæg... ég vona að JR er sammála mér í því.

Við lestur textans þíns dregur maður það áliktun að þú segir að Evran sé ekki rót vandans heldur menntun.

Frekar langsótt.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.10.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband