Vinstri græn utanríkispólitík: Ísland ávallt leppríki

Þráinn Bertelsson þingmaður Vinstri grænna gerir því skóna að Ísland hljóti alltaf að vera leppríki. Spurningin sé aðeins hvort landið eigi að vera leppríki Bandaríkjanna eða Evrópusambandsins.

Þráinn, sem kosinn var á þing fyrir Borgarahreyfinguna en skipti um þingflokk, leyfir sér að tala fyrir munn kjósenda Vinstri grænna og velja Íslandi stöðu leppríkis Evrópusambandsins.

Ef þau skilaboð frá landsfundi Vinstri grænna standa að Íslandi bjóðist aðeins hlutskipti hjálendunnar þarf hvorki Þráinn né forysta flokksins að hafa áhyggjur af kjósendum flokksins - þeir verða svo fáir.

 


mbl.is Hjörleifur vill hætta viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst alltaf skorta á að menn skýri þessar upphrópanir sínar. Þetta er stæsti galli íslenskrar umræðuhefðar. Menn komast upp með þetta gagnrýnislaust og án frekari spurninga. Hvað á maðurinn við? Veit hann hvað leppríki þýðir?

Svipað er þegar Össur telur það helst upp sem rök fyrir inngöngu í ESB og upptöku Evru að við eigum mest viðskipti við Álfuna Evrópu (sem raunar er vafasamt). Hvað kemur þetta málinu við?  Er búið að hóta okkur viðskiptaþingunum ef við göngum ekki í sambandið? Verður okkur hent úr EFTA?  Mun efrópskt fjármagn fara í fýlu?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband