Miðvikudagur, 26. október 2011
Samtök iðnaðarins frá Brussel til Moskvu
Samtök iðnaðarins gefast upp á Evrópusambandinu og vilja innleiða bófasiði frá Moskvu til öndvegis hér á landi, samkvæmt grein sem Helgi Magnússon formaður samtakanna skrifaði í Morgunblaðið í gær. Mitt á milli Brussel og Moskvu liggur Sankti Pétursborg þar sem Björgólfsfeðgar urðu ríkir áður en þeir komu til Íslands til að stuðla að bankahruni. Rússneska mafían stjórnar Sankti Pétursborg og enginn stundar þar stórviðskipti nema í griðum við máttarvöld borgarinnar.
Björgólfsfeðgar eiga rík ítök í Samtökum iðnaðarins. Helgi formaður var handgenginn Björgólfi eldri þegar hann setti Hafskip í gjaldþrot á síðustu öld og flýði land eftir það. Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins var náinn samherji Björgólfs yngri og tók þátt í austurviðskiptum með honum.
Heiðarlegir atvinnurekendur í Samtökum iðnaðarins hljóta að velta fyrir sér hvers vegna samtökin þjónusta sértæka hagsmuni græðgisvæddra feðga sem hvarvetna skilja eftir sig sviðna jörð.
Athugasemdir
Gylfi Arinbjarnar er ekki alveg af baki dottinn og talar nú sem aldrei fyrr fyrir upptöku evru og inngöngu ESB í nafni verkalýðsins sem er 70% á móti aðild. Það er augljóst að umbjóðendur hans ráða engu í sambandinu og að fulltrúar atvinnulífsins svokallaðir hafa tekið þennan félagsskap algerlega yfir.
Má maður spurja hvort maðurinn er algerlega búinn að tapa glórunni?
Á hvers vegum er hann? Er hann að hljóta einhverjar sposlur frá ESB? Er ekki rétt að krefjast rannsóknar á manninum?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 10:27
Af hverju eru yfirlýsingar frá þessum andstæðu pólum svona samstíga? Er þetta sent á sama tíma frá sama stað?
Nú þarf verkalýðurinn að taka sig saman og stofna nýjan og óspilltan félagskap um hagsmuni sína. ASÍ er ekki að vinna fyrir þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 10:30
Þú ert aldeilis ótrúlegur Páll! Lastu ekki grein Helga? Hvernig í ósköpunum geturðu dregið þessar ályktanir af þessari grein? Helgi bendir á þrennt: Að tekjuskattar séu lægri í Rússlandi en hér, að þeir sækist eftir erlendri fjárfestingu gagnstætt íslensku ríkisstjórninni og að þar sé hagvöxtur meiri en hér og Rússaar vilji auka hann enn meir.
Þér tekst að lesa út úr þessu að Helgi vilji innleiða hér bófasiði frá Moskvu! Ertu ekki alveg í lagi Páll?!
Og hvað kemur það þessu máli við hvort Helgi eða Orri hafi þekkt Bjöggana fyrr eða síðar? Það dugar held ég þér og þínum málstað illa að skálda upp forsendur fyrir fráleitri samsærisniðurstöðu um eitthvað sem alls ekkert tilefni er til í umræddri blaðagrein.
Þórhallur Birgir Jósepsson, 26.10.2011 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.