Miðvikudagur, 26. október 2011
Evrópsk samfélagsverkfræði og íslensk einfeldni
Evran er misheppnuð samfélagsverkfræði þar sem tæknileg lausn, þ.e. gjaldmiðlasamstarf, átti að ná pólitískum markmiðum valdaelítu Evrópusambandsins um samruna þjóðríkja álfunnar. Forræðishyggjan sem birtist í evru-verkefninu er öllum ljós nema einfeldningum á Íslandi sem skrifa á þennan veg
Óvissan snýst ekki sízt um það hvort öll ríkin eru reiðubúin að gera það sem gera þarf. Það getur þýtt að almenningur í evruríkjunum sem bezt standa þurfi að færa fórnir til að bjarga þeim sem verr standa, vilji fólk halda áfram að njóta kosta sameiginlegs gjaldmiðils. Þetta gleymdist að útskýra fyrir kjósendum þegar evran var innleidd.
Fyrirlitningin á almenningi sem birtist í orðunum ,,gleymdist að útskýra" er sömu ættar og andúð valdaelitunnar í Brussel á lýðræðislegum rétti almennings til að hafa áhrif á samfélagið sitt.
Pólitískur vandi evrunnar er sá hvorki kanslari Þýskalands né forseti Frakklands og enn síður forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafa umboð frá grískum kjósendum að umturna grísku samfélagi.
Þegar þjóð er ekki lengur í kallfæri við valdahafana brjótast út mótmæli og óeirðir. Evrópska samfélagsverkfræðin er komin á endastöð.
Titringur fyrir leiðtogafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bankarnir ráða yfir a.m.k. helmingi fyrirtækja í landinu. Í því ljósi á Ómar Ragnarsson, Samfylkingu, setningu ársins: Bönkunum er vorkunn. Hvar er samúðin með því fólki sem reynir að stunda heiðarlega viðskiptahætti? Samfylkingin vorkennir bönkunum sem eru hér allt lifandi að drepa. Verður andúðin og fyrirlitningin á almenningi öllu meiri?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 08:13
Svo leggja spikfeitir þjónar stjórnarinnar það til við almenning að hann hætti að eiga viðskipti við tiltekin fyrirtæki, að hann beini viðskiptum sínum annað. Til hvers? Upp á grínið?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 09:42
Góður pistill sem oft áður ! Samkvæmt umræðum í TVE (spænska "RUV") voru tilkvaddir "hagspekingar" á þeirri skoðun, að væntanlegri fjárhagshjálp færu nær eingöngu í bankana en nánast ekkert til almennings ! Verði þau áform að veruleika, má segja, að spænsk stjórnvöld taki stjórn frú Jóhönnu sér til fyrirmyndar!
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 26.10.2011 kl. 09:58
" ... gleymdist að útskýra fyrir kjósendum ..."
Ha? Kjósendum? KJÓSENDUM!?
Það voru aðeins þrjár þjóðir sem fengu að kjósa um Maastricht. Danir sögðu Nei og voru látnir kjósa aftur.
Haraldur Hansson, 26.10.2011 kl. 12:30
GLEYMDIST?? Jæja, kannski gleymdist viljandi??? Lýðræðisfyrirlitning af sama toga og frá Samfó. Jóhanna og Össur ættu í alvöru að fara með ´lýðræðisflokkinn´ sinn yfir hafið þar sem hann mun dafna í ´lýðræðinu´. Honum verður annars útrýmt.
Voru ekki bæði Danir og Írar líka látnir kjósa aftur eftir að þeir sögðu NEI?
Elle_, 26.10.2011 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.