Þriðjudagur, 25. október 2011
Jörð kallar í Samfylkingarplánetuna
Egill Helgason umræðustjóri og Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra eiga ekki margt sameiginlegt. Báðir eru samt sem áður þeirrar skoðunar að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verður æ hjárænulegri.
Eftir því sem andstaðan við aðild styrkir hér á landi og einangrun Samfylkingarinnar betur auglýst annars vegar og hins vegar uppnámið í Evrópusambandinu er það pólitík af annarri plánetu en jörð að sækja um inngöngu í ESB.
Jú, annars, þeir Egill og Björn eiga eitt annað sameiginlegt: báðir kunna þeir útlensku.
Athugasemdir
http://imageshack.us/f/189/esbtilbjargar.jpg/
Njáll (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 13:28
Björn er staðfastur íhaldsmaður.
Egill er vindbelgur og gasprari.
Karl (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 14:03
Lausnir krata hafa tilhneigingu til að vera lítið jarðbundnar.
Enda mörgum krötum afar illa við önnur trúarbrögð. Hvað þá aðra "presta" eins og sést í borgarstjórninni.
En þetta ESB mál...
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.