Ríkisstjórnin nýtur ekki efnahagslegs árangurs

Ríkisstjórnin ætti að vera í fljúgandi meðbyr þar sem efnahagskerfið rétti úr kútnum með undrahraða eftir hrun. Atvinnuleysið er lítið, gengið stöðugt, verðbólga lág og bankarnir stunda útlán þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi  mokað nokkrum tugum aukamilljarða til gjaldeyrislántaka.

Hvers vegna fær ríkisstjórnin ekki fylgi í samræmi við árangurinn? Jú, skýringin er sú að skilaboð ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar grafa undan árangrinum. Ráðherrar keppast við að tala niður þá þætti sem eru forsenda fyrir efnahagslegum árangri síðustu missera; krónan, sjávarútvegurinn og fullveldið.

Afleiðingin er sú að þjóðin er sannfærð um að efnahagslegur árangur eftir hrun náðist þrátt fyrir ríkisstjórnina en ekki vegna hennar.

 


mbl.is Gríðarmikill árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings í samræmi við árangur, Páll. Litill árangur og stuðningur í samræmi við það. Ef eitthvað er, er stuðningurinn meiri en árangur gefur tilefni til.

Gunnar Heiðarsson, 24.10.2011 kl. 20:01

2 identicon

Það eru furðu margir sem þrjóskast við og styðja ríkisstjórnarómyndina þrátt fyrir heimsmet í lélegum efnahagstölum á stuttum uppgangstíma á heimsvísu eftir þokkalega góða kollsteypu.

 Að ekki sé nú talað um barnalegustu utanríkisstefnu eftirstríðsáranna með ESB umsókninni.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband